Sími 554 6580

Skessud-3

Dvergad-3

Trolladeild-2

Skessudeild-2

Dvergad-2

Trolladeild-1

Skessud-1

dvergad-1


Fréttir og tilkynningar

Sumarleyfislokun 2015 - 21.1.2015

Nú er búið að telja saman atkvæði foreldra í kosningu um sumarlokun Grænatúns.  Það er mikill meirihluti foreldra sem kaus síðasta tímabilið sem í boði var, það er 13. júlí - 10. ágúst. 

Þetta þýðir þá að leikskólinn mun loka kl. 13:00 föstudaginn 10. júlí og opna aftur mánudaginn 10. ágúst kl. 13:00. 

Bestu kveðjur frá starfsfólki Grænatúns

Bóndadagurinn - 9.1.2015

Þorrablót

Föstudaginn 23. janúar verður hið árlega þorrablót í Grænatúni. Þá sameinast börnin inni í sal og borða hangikjöt og fá svo að smakka þorramat og  syngja minni kvenna og minni karla. Gaman væri ef börnin gætu komið með gamla og þjóðlega muni að heiman í vikunni.


Opið hús

Í tilefni bóndadagsins 23. janúar ætlum við að hafa opið hús fyrir feður og/eða afa þann dag frá kl. 8.00 og 9.00.

Börnin ætla að syngja í salnum kl. 8.30

thorramatur

Draugavika - 7.1.2015

Vikuna 12. – 16.  janúar ætlum við að hafa “Draugaþema” hér í Grænatúni. Við ætlum að lesa draugasögur, búa til leikrit/skuggaleikhús, börnin búa til drauga og margt fleira. Ef þið eigið eitthvað heima um drauga, bækur, hluti eða jafnvel kannski mynd um drauga þá mega börnin endilega koma með það í leikskólann og einnig mega þau koma með vasaljós þessa viku.                                               

 

                              

Gleðileg jól  - 25.12.2014

 Við sendum  ykkur okkar bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár.

Þökkum fyrir ánægjulegar stundir í leik og starfi á árinu sem er að líða.

Ný gjaldskrá - 18.12.2014

Breytingar á gjaldskrám fyrir árið 2015 hafa verið samþykktar af bæjarstjórn.

Nýjar gjaldskrár taka gildi frá 1. janúar 2015. 

Meðfylgjandi er gjaldskrá leikskóla

http://www.kopavogur.is/media/pdf/Leikskolar---Gjaldskra-leikskola-2015.pdf

 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Blár dagur 30.1.2015

Í dag er blár dagur hjá okkur. Börnin mega mæta í einhverju bláu, hvort sem það eru sokkar, bolir, buxur eða eitthvað hárskraut og við borðum bláan mat og syngjum blá lög :).: ) 

 

Dagur leikskólans 6.2.2015 8:30 - 9:00

 Í dag er dagur leikskólans. Af því tilefni ætlum að lýsa garðinn okkar með kertaljósum , og ganga niður í lundinn „okkar“ fyrir neðan hús.  Til að gera þessa stund áhrifameiri byrjum við snemma eða kl 8:30 og börnin eru velkomin með vasaljós að heiman  

 

Bolludagur 16.2.2015

Í dag er bolludagurinn og þá borðum við bollur!!

Í hádeginu fáum við fiskibollur og síðan rjómabollur í síðdegishressingu

 

Sprengidagur 17.2.2015

Í dag er sprengidagurinn og þá borðum við eins mikið og við getum í okkur látið af saltkjöti og baunum :)

 

Öskudagur 18.2.2015

Í dag er mikið gaman og glens. Þá mega allir koma í búningum, við dönsum í salnum og höfum bíósýningu

 

Fleiri atburðir