Sími 554 6580

Skessud-3

Dvergad-3

Trolladeild-2

Skessudeild-2

Dvergad-2

Trolladeild-1

Skessud-1

dvergad-1


Fréttir og tilkynningar

Myndataka fimmtudaginn 13. nóvember 2014 - 11.11.2014

 

Ágætu foreldrar/forráðamenn barna í leikskólanum Grænatúni.

Myndataka á vegum Skólamynda verður í leikskólanum fimmtudaginn 13. nóvember.

Við myndum bæði hópmyndir og einstaklingsmyndir.

 

Myndirnar fara síðan inná vef Skólamynda og með aðgangslykli skólans getur fólk skoðað, valið og pantað myndir.  Hverjum og einum er síðan frjálst að kaupa eftir hans/hennar hentugleik. Engin greiðsla fer fram áður og engin innheimta á sér stað í skólanum, eingöngu um leið og pantað er á vefnum.

 

Hópmyndir af bekkjum afhendast með texta þar sem fram koma nöfn allra.  Þær eru í stærðinni 20x25 cm og kosta kr. 2.800.-  Hægt er að panta einstaklingsmyndir í stærðum 10x15 cm uppí 30x40 cm og verðin á þeim eru frá kr. 1.500.-  Algengasta myndapöntunin er myndaspjald með mynd í nokkrum mismunandi stærðum og kostar það kr. 2.300.-

 

Vinsamlegast athugið að vefurinn er ljósmyndavefur og öllum opinn sem hafa aðgangsorð skólans.

 

Við sendum tölvupóst með upplýsingum um aðgangslykil þegar þar að kemur.

 

Með kveðju,

 

Bragi Þór, ljósmyndari s. 898-7290

 

Verkfalli aflýst - 10.11.2014

Yfirvofandi verkfalli Starfsmannafélags Kópavogs hefur verið aflýst og því er leikskólinn opinn eins og venjulega :)

Yfirvofandi verkfall - 7.11.2014

Kæru foreldrar

Starfsmannafélag Kópavogs á í kjaradeilu við Kópavogsbæ, boðað hefur verið verkfall sem mun hefjast næsta mánudag 10. nóvember ef ekki tekst að semja. Ef til verkfalls kemur munum við þurfa að skerða dvalartíma barnanna um 50 % á hverjum degi.  Ástæða fyrir því er að helmingur starfsmanna okkar er í SfK og helmingur starfsmanna í KÍ.  Opnunartími leikskólans mun verða frá kl:  8.00 – 13.30 og þurfa foreldrar því að velja sér hvaða tíma innan þess ramma hentar best ( sjá lista sem þarf að fylla út fyrir framan hverja deild ).

Leikskólastjórar og kennarar eru félagar í Kennarasambandi Íslands.  Við munum standa vaktina innan þess ramma sem mögulegur er án þess að ganga í störf samstarfsmanna okkar. 
Matur verður framreiddur í leikskólanum kl :11:30 þar sem matráður okkar er í Matvís. 
Við áskiljum okkur rétt til þess að þurfa að breyta fyrirhuguðu skipulagi ef að forsendur breytast hér hjá okkur í leikskólanum. 

Virðingarfyllst,

Sigríður Ólafsdóttir
Leikskólastjóri

 

Vinavikan - 7.11.2014

Í þessari viku hefur verið vinavika og hefur hún gengið mjög vel. Krakkarnir hafa verið spennt að vinna með börnum af öðrum deildum . Þetta hefur ekki síður verið skemmtilegt fyrir okkur starfsfólkið.


Sigríður Ólafsdóttir er nýr leikskólastjóri - 6.11.2014

Þann 1. nóvember tók til starfa Sigríður Ólafsdóttir leikskólastjóri. Hún kemur til okkar frá Hafnarfirði þar sem hún var aðstoðarleikskólastjóri i Hraunvallaskóla til fjölda ára. Við bjóðum hana innilega velkomna til starfa

Fréttasafn


Atburðir framundan

Rauður dagur 28.11.2014

Föstudaginn 28. nóvember verður rauður dagur hér í Grænatúni. Þá ætlum við öll að koma í einhverju rauðu, borða rauðan mat og syngja rauð lög

 

Helgileikur- Skessudeild 4.12.2014 9:30 - 10:00

Fimmtudaginn 4. desember verðurSkessudeild í aðalhlutverkum og þá eru foreldrar barnanna þar  velkomnir

 

Helgileikur Tröllad og Dvergad. 5.12.2014 9:30 - 10:00

Föstudaginn 5. desember verða Trölladeild og  Dvergadeild  í aðalhlutverkum og þá eru foreldrar barnanna þar  velkomnir
 

Fleiri atburðir