Sími 441 6400

Dvergad-3

Trolladeild-2

Skessudeild-2

Dvergad-2

Trolladeild-1

Skessud-1


Fréttir og tilkynningar

Jólafréttabréf 2016 - 1.12.2016

Senn koma jólin og er undirbúningur þeirra hafinn hér í Grænatúni.  Við höldum að sjálfsögðu í okkar venjur og siði sem hafa skapast hér í gegnum árin.  

Lesa meira

Jólaball Grænatúns - 1.12.2016

Jólaball leikskólans verður haldið í matsal Snælandsskóla (eins og undanfarin ár) næstkomandi sunnudag, (4. desember) kl. 11:00-13:00.

Við ætlum að syngja og dansa og skemmta okkur konunglega saman.

        Við viljum biðja ykkur að koma með eftirfarandi:

       1.        Eitthvað á sameiginlegt hlaðborð (foreldrafélagið verður með kakó og kaffi)
       2.        Góða skapið

                                        Endilega mætið með systkini, afa og ömmur

Vonumst til að sjá ykkur öll 

Foreldrafélagið  

Vinavikan - 9.11.2016

Nú er vinavikan hjá okkur og margt skemmtilegt gert í tilefni þess. Í dag var hópavinna þar sem börnin gerðu í sameiningu stóra og fallega sól með sólargeislum. Sólin er inni í sal.

 
 
 


Lesum saman- Lestrarátak Grænatúns - 26.10.2016


Grunnur að góðri færni í lestri er lagður á fyrstu árum barns. Foreldrar, leikskólakennarar og aðrir sem koma að uppeldi barna koma því að mikilvægum undirbúningi við að gera börn tilbúin til að takast á við lestrarnám.

Flestir foreldrar lesa fyrir barnið sitt frá unga aldri. Að lesa fyrir barn er afar gott veganesti  út í lífið og skapar viðhorf um að hægt er að hafa bæði gagn og gaman af. Með lestri lærir barn ómeðvitað ýmislegt gagnlegt sem gagnast síðar við lestrarnám. Það lærir að hlusta og einbeita sér og eflir orðaforða . Mikilvægt er að barn og fullorðinn ræði ýmislegt sem lesturinn gefur tilefni til. Gott er að staldra við í lestrinum og m.a.

·        Ræða persónur, atburði,  velta fyrir sér hvað gerist næst.

·        Tala um merkingu einstakra orða.

·        Finna staf barnsins eða annara í fjölskyldunni.

Dagana 26. október – 16. Nóvember ætlum við að vera með lestrarátak hér í Grænatúni. Á hverri deild verður úrval af bókum þar sem börnin geta fengið lánaða bók í leikskólanum og farið með heim. Börn og foreldrar kvitta svo fyrir hverja lesna bók (einn kross á dag) á blað sem þau fá heim með sér. Í lok lestrarátaksins skila börnin blaðinu útfylltu á sína deild og fá afhenta bókagjöf á degi íslenskrar tungu 16. nóvember.


Vináttuverkefni Barnaheilla - 10.10.2016

Fréttasafn


Atburðir framundan

Jólaball Grænatúns 4.12.2016 11:00 - 13:00

Í dag er Jólaball Grænatúns haldið í boði foreldrafélagsins. Það verður í matsal Snælandsskóla og foreldrar koma með veitingar á veisluborð. Skemmtunin stendur frá kl 11:00- 13:00

 

Helgileikur- Skessudeild 8.12.2016 9:30 - 10:00

Í dag eru börn á Skessudeild í aðalhlutverkum og þá eru foreldrar barnanna þar velkomnir
 

Helgileikur- Tröllad og Dvergad. 9.12.2016 9:30 - 10:00

Í dag eru börn á 
Trölladeild og Dvergadeild í aðalhlutverkum og þá eru foreldrar barnanna þar velkomnir
 

Leiksýning í boði foreldrafélagsins 13.12.2016 10:00 - 11:00

Í dag kl 10:00 verður sýnt leikritið um Augastein

 

Skipulagsdagur 16.1.2017

Í dag skipulagsdagur og leikskólinn er lokaður

 

Fleiri atburðir