Sími 441 6400

Dvergad-3

Trolladeild-2

Skessudeild-2

Dvergad-2

Trolladeild-1

Skessud-1


Fréttir og tilkynningar

Innritun í grunnskóla - 16.2.2017

Nú er komið að því að innrita  í grunnskóla börn fædd 2011 :)

Sumarleyfi 2017 - 14.2.2017

Sumarleyfið okkar verður 10. júlí - 5. ágúst. 
Þetta þýðir  að leikskólinn mun loka kl. 13:00 föstudaginn 7. júlí og opna aftur þriðjudaginn 8. ágúst kl. 13:00

Dagur leikskólans - 3.2.2017

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins mánudaginn 6. febrúar. Þetta er í tíunda skipti sem haldið er upp á daginn en sjötti febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Við ætlum að hafa útisöngstund kl. 8:30 og vígja nýja eldstæðið í garðinum. Síðan verður svo heitt kakó og ristað brauð inn á deildum.  
Ný gjaldskrá leikskóla - 23.1.2017

Bæjarstjórn Kópavogs hefur samþykkt breytingar á gjöldum leikskóla frá 1. janúar 2017.


Opið hús og þorrablót - 17.1.2017

Bóndadagurinn í ár er 20. janúar Í tilefni hans ætlum við að hafa opið hús fyrir feður og/eða afa og síðan höldum við þorrablót í hádeginu

Opið hús

Það verður opið hús fyrir feður og afa kl 8:00- 9:00. Við vonumst til að sjá sem flesta og eiga notalega stund :)
Börnin syngja í salnum kl 8:30

Þorrablót

Þá sameinast börnin inni í sal og borða hangikjöt og fá svo að smakka þorramat og  syngja minni kvenna og minni karla. Gaman væri ef börnin gætu komið með gamla og þjóðlega muni að heiman í vikunni.


thorramatur

Fréttasafn


Atburðir framundan

Bolludagur 27.2.2017

Í dag er bolludagurinn og við fáum fiskibollur, kartöflur, gulrætur og karrýsósu í hádeginu og rjómabollur síðdegis 

 

Sprengidagur 28.2.2017

Í dag  borðum við saltkjöt og baunir í hádeginu, 

 

Sprengidagur 1.3.2017

Í dag er mikið gaman og glens. Þá mega allir koma í búningum, við dönsum í salnum og höfum bíósýningu.

 

Skipulagsdagur 17.3.2017

Í dag er skipulagsdagur og leikskólinn er lokaður

 

Blár dagur 31.3.2017

.Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim þann 2 apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu. Þar sem 2 apríl er á sunnudegi í ár verður blái dagurinn 31. mars í Grænatúni.

Fögnum fjölbreytileikanum og mætum í bláu föstudaginn31. mars!

 

Fleiri atburðir