Sími 441 6400

Dvergad-3

Trolladeild-2

Skessudeild-2

Dvergad-2

Trolladeild-1

Skessud-1


Fréttir og tilkynningar

Tónlist með Birte - 8.3.2017

Mánudaginn 13. mars verður síðasta tónlistarstundin með Birte  á þessu skólaári. Við viljum bjóða foreldrum að vera með okkur í tónlistarstundinni ogverða deildar á eftirtöldum tímum:

Dvergadeild kl: 9:00- 9:30
Skessudeild kl: 9:45- 10:15
Trölladeild kl: 10:30 - 11:00

Tónlistarkveðjur
Starfsfólk Grænatúns 


 Samræðulestur-lifandi lestraraðferð  - 28.2.2017

Við viljum bjóða  foreldrum  með okkur starfsfólkinu á fyrirlestur þriðjudaginn 7.mars kl. 20.00 í Snælandsskóla

Fyrirlesturinn heitir:  Samræðulestur-lifandi lestraraðferð og fyrirlesari verður Hrafnhildur Steinþórsdóttir

Í fyrirlestrinum er sagt frá skemmtilegri lestraraðferð sem kallast Samræðulestur. Aðferðin gengur að miklu leyti út á að fá börnin til að taka þátt í lestrinum með spurningum og hvatningu.

Sýnt hefur verið að aðferðin getur stuðlað að auknum málþroska, orðaforða og frásagnarhæfni ungra barna en þessir þættir skipta meðal annars máli fyrir læsi og lesskilning seinna meir.

Margir foreldrar hafa haft orð á því að fyrirlesturinn hafi opnað augu þeirra fyrir þeim fjölmörgu tækifærum sem hægt er að nýta til málörvunar með bók við hönd. 

Bestu kveðjur
Starfsfólk Grænatúns

 

Innritun í grunnskóla - 16.2.2017

Nú er komið að því að innrita  í grunnskóla börn fædd 2011 :)

Sumarleyfi 2017 - 14.2.2017

Sumarleyfið okkar verður 10. júlí - 5. ágúst. 
Þetta þýðir  að leikskólinn mun loka kl. 13:00 föstudaginn 7. júlí og opna aftur þriðjudaginn 8. ágúst kl. 13:00

Dagur leikskólans - 3.2.2017

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins mánudaginn 6. febrúar. Þetta er í tíunda skipti sem haldið er upp á daginn en sjötti febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Við ætlum að hafa útisöngstund kl. 8:30 og vígja nýja eldstæðið í garðinum. Síðan verður svo heitt kakó og ristað brauð inn á deildum.  
Fréttasafn


Atburðir framundan

Blár dagur 4.4.2017

.Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim þann 2 apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu. Þar sem 2 apríl er á sunnudegi í ár verður blái dagurinn 4. apríl í Grænatúni.

Fögnum fjölbreytileikanum og mætum í bláu 

 

Gulur dagur 7.4.2017

Í dag er gulur dagur í leikskólanum í tilefni af því að páskarnir eru á næsta leiti, Allir koma í einhverju gulu, við syngjum gul lög og fáum eitthvað gult og gott að borða í hádeginu

 

Sumardagurinn fyrsti 20.4.2017

Í dag er sumardagurinn fyrsti og þá er leikskólinn lokaður

 

Skipulagsdagur 5.5.2017

Í dag er skipulagsdagur og leikskólinn er lokaður

 

Fleiri atburðir