Sími 441 6400

Fréttir og tilkynningar

Námsferð til Berlínar - 8.5.2018

Það styttist í næsta skipulagsdag leikskólans þá fer starfsmannahópurinn til Berlínar í námsferð á vegum Leikur að læra (Opnast í nýjum vafraglugga). Við leggjum í hann fimmtudaginn 10. maí og mætum aftur til starfa á mánudeginum 14. maí.

Vorhátíð Grænatúns - 2.5.2018

Þriðjudaginn 8.maí kl 15.00 verður okkar árlega vorhátíð  Vorhátíðin hefst með því að hver deild kemur fram og flytur ýmis skemmtiatriði. Að venju verðum við úti við með atriðin og vonum bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir eins og alltaf !!!! Eftir að hafa sungið úti er öllum boðið inn í leikskólann en þar munu verk frá vetrarstarfinu vera til sýnis. Einnig er boðið uppá kaffi og sameiginlegt hlaðborð, sem þið kæru foreldrar komið með veitingar á.

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar - blár dagur 6. apríl - 3.4.2018

Klæðumst bláu í leikskólanum og vinnunni föstudaginn 6. apríl og styðjum þannig börn með einhverfu. Vitundar- og styrktarátakið BLÁR APRÍL fer fram í fimmta sinn föstudaginn 6. apríl 2018 en þá verður BLÁI DAGURINN haldinn hátíðlegur. Átakið miðar að því að fræða og upplýsa almenning um einhverfu og auka þannig skilning, viðurkenningu og samþykki á því sem er “út fyrir normið”. Því öll erum við einstök og höfum okkar styrkleika og veikleika og það á við um einhverfu eins og allt annað. Einhverfa er alls konar! Því vonum við að sem flestir sýni lit og styrki málefnið með því að klæðast bláu á bláa daginn. Fögnum fjölbreytileikanum!

Páskafrí - 28.3.2018

Leikskólinn er lokaður vegna páskafrís dagana; 29 og 30 mars sem og 2. apríl eða annan í páskum

Innritun í grunnskóla Kópavogs - 19.2.2018


Grunnskólar Kópavogs Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2018 – 2019

 

 

Innritun 6 ára barna (fædd 2012) fer nú alfarið fram í gegnum íbúagátt á vef bæjarins https://ibuagatt.kopavogur.is

 

Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2018 og stendur hún til 8. mars.

 

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum.

 

Haustið 2018 munu skólar hefjast með skólasetningardegi fimmtudaginn 23. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.

 

 

Sérstök athygli er vakin á því að um­sóknar­frestur um heimild til að stunda nám í einka­skólum eða grunn­skólum annarra sveit­ar­f­é­l­aga er til 1. apríl og skal sækja um á íbúagátt Kópavogs. Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur.
Fréttasafn


Atburðir framundan

Sumarleyfi 2018 26.2.2018 - 9.8.2018 12.7.2018 - 9.8.2018

Sumarlokun verður 12. júlí - 8. ágúst. Lokað verður kl. 13.00 miðvikudaginn 11. júlí og leikskólinn opnar aftur kl. 13.00 fimmtudaginn 9.ágúst.

 

Sveitaferð foreldrafélagsins 27.5.2018

Í dag er sveitaferð foreldrafélagsins og farið verður í Miðdal í Kjós. Boðið verður upp á rútuferðir, en einnig verður hægt að koma á einkabílum. Nánar auglýst síðar

 

Sumarhátíð foreldrafélagsins 7.6.2018

 dag er sumarhátíð foreldrafélagsins þar sem margt verður gert til skemmtunar. Nánar auglýst þegar nær dregu

 

Fleiri atburðir