Sími 441 6400

Atburðir

Fyrirsagnalisti

Draugavika 8.1.2018 - 12.1.2018

Þessa viku ætlum við að hafa “Draugaþema” hér í Grænatúni. Við ætlum að lesa draugasögur, búa til leikrit/skuggaleikhús, börnin búa til drauga og margt fleira. Ef þið eigið eitthvað heima um drauga, bækur, hluti eða jafnvel kannski mynd um drauga þá mega börnin endilega koma með það í leikskólann og einnig mega þau koma með vasaljós þessa viku.         

 

Skipulagsdagur 17.1.2018

Í dag er skipulagsdagur og leikskólinn er lokaður

 

Bóndadagurinn- Opið hús fyrir feður og afa 19.1.2018 8:00 - 9:00

Í tilefni bóndadagsins verður opið hús fyrir feður og afa í dag kl 8:00- 9:00

Börnin syngja í salnum kl 8:30
Við vonumst til að sjá sem flesta :)
 

Þorrablót 19.1.2018 11:00 - 12:00

Í dag sameinast börnin inni í sal og borða hangikjöt og fá svo að smakka þorramat og  syngja minni kvenna og minni karla. Gaman væri ef börnin gætu komið með gamla og þjóðlega muni að heiman í vikunni.