Sími 441 6400

Fréttir

Jólafréttabréf - 23.11.2017

Senn koma jólin og er undirbúningur þeirra hafinn hér í Grænatúni.  Við höldum að sjálfsögðu í okkar venjur og siði sem hafa skapast hér í gegnum árin. 

Rauður dagur verður föstudaginn 1. desember en þá munum við mæta í rauðum fatnaði í skólann og borða rauðan mat J  í söngstundinni okkar munum við kveikja á fyrsta kertinu okkar á aðventukransinum sem heitir Spádómskertið. 

Miðvikudaginn 6. desember 2017 kl: 14:00 mun Bernd Ogrodnik sýna brúðuleikritið  „Pönnukakan hennar Grýlu í sal leikskólans.  Þetta er skemmtileg og falleg jólasaga sem er unnin upp úr evrópskri þjóðsögu.  Brúðuleikritið er í boði foreldrafélagsins.

Helgileikurinn okkar verður á sínum stað 7. og 8. desember.  Skessudeild verður í aðalhlutverki fimmtudaginn 7. desember og þá eru foreldrar á Skessudeild velkomnir.  Föstudaginn 8. desember verða börnin á Trölladeild í aðalhlutverkum og börnin á Dvergadeild fá að vera með og þá eru foreldar barna á þeim deildum velkomnir.  Sýningar hefjast báða dagana kl:9:30.  Eftir helgileikina er foreldrum boðið með börnum sínum inn á deildar í smá hressingu.  Vonandi  geta sem flestir foreldrar séð af tíma til að setjast niður og spjalla svolítið.

Sunnudaginn 10. desember kl: 11-13 ætlar foreldrafélagið að vera með hið árlega jólaball í Snælandsskóla Foreldrafélagið verður með heitt kakó á boðstólnum og svo koma allir foreldrar með eitthvað gott á sameiginlegt hlaðborð. 

Mánudaginn 11. desember fara elstu börnin (2012) á Árbæjarsafn og skoða hvernig haldið var upp á jólin í gamla daga. 

Föstudaginn 15. desember verður hátíðardagur hjá okkur þar sem hátíðarmorgunmatur og hátíðarhádegismatur verða bornir fram, hátíðarsöngstund, jólabíó og dansað í kringum jólatréð.  Það verður sannkölluð hátíðarstemning í húsinu.

Að lokum “dönsum við jólin út“ föstudaginn 5. janúar 2018.

Við munum að sjálfsögðu syngja mikið og lesa jólasögur og kvæði, auk þess sem við föndrum.  Allt verður þetta þó í hófi og við leggjum upp með rólegheit og sleppum öllu stressi. 

 

Við viljum ítreka að Stekkjastaur kemur til byggða fyrstur bræðra og fer skórinn út í glugga að kvöldi 11. desember og ekki fyrr

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og þökkum fyrir árið sem er að líða og óskum ykkur velfarnaðar á nýju ári 2018. 

Vinavikan - 10.11.2017

Í þessari viku hefur verið vinavika og hefur hún gengið mjög vel. Krakkarnir hafa verið spennt að vinna með börnum af öðrum deildum . Þetta hefur ekki síður verið skemmtilegt fyrir okkur starfsfólkið. Öll vikan hefur verið undirlögð af ýmsum viðburðum. Við fórum í vinagöngu á mánudag, á þriðjudaginn bjuggum við til lauf á vinatréð sem er í salnum, á miðvikudag fóru elstu börnin í vinagöngu með nemendum úr Snælandsskóla, á fimmtudaginn gerðum við vinabönd sem við gáfum vinum okkar og í dag horfa allir saman á vinabíó 
 


 

Fyrirlestur um einelti - 30.10.2017

Foreldrum og starfsfólki skóla er boðið á fyrirlestur :

Einelti í samfélagi

8. nóvember 2017 kl. 17.30 í Fagralundi, Furugrund 83

Fyrirlesari: Vanda Sigurgeirsdóttir lektor í tómstunda- og félagsmálafræðum

Vanda Sigurgeirsdóttir, lektor við HÍ, fjallar um rannsóknir á einelti, hvernig foreldrar og fagfólk geta komið auga á einelti ásamt því að gefa góð ráð um forvarnir og inngrip. Vanda hefur á undanförnum árum rannsakað einelti frá mörgum sjónarhornum, auk þess sem hún hefur farið í ótal stofnanir, félög og foreldrahópa með ráðgjöf og fræðslu.

 

Bangsadagurinn- 3. nóvember - 24.10.2017

Föstudaginn 27. október er hinn alþjóðlegi bangsadagur. Við höfum ákveðið að halda upp á hann föstudaginn 3. nóvember og þá  mega börnin koma í náttfötum/kósýgalla og með bangsa með sér í leikskólann