Sími 441 6400

Fréttir

Foreldrafundurinn

16.10.2014

Hinn árlegi foreldrafundur Grænatúns var haldinn síðastliðinn þriðjudag þar sem farið var yfir hvað er framundan í leikskólanum á þessu skólaári. Fulltrúar foreldrafélagsins sögðu síðan frá hvað gert var á síðasta skólaári og hvað stendur til að gera þetta skólaár. Valið var í nýja stjórn foreldrafélagsins og kominn er upp listi með nöfnum þeirra sem skipa stjórnina og einnig stjórn foreldraráðs. Listinn er undir Foreldrar á heimasíðunn. Við viljum þakka ykkur fyrir góða mætingu og vonandi hafið þið fengið góða kynningu á hvað er framundan.