Sími 441 6400

Fréttir

Yfirvofandi verkfall

7.11.2014

Kæru foreldrar

Starfsmannafélag Kópavogs á í kjaradeilu við Kópavogsbæ, boðað hefur verið verkfall sem mun hefjast næsta mánudag 10. nóvember ef ekki tekst að semja. Ef til verkfalls kemur munum við þurfa að skerða dvalartíma barnanna um 50 % á hverjum degi.  Ástæða fyrir því er að helmingur starfsmanna okkar er í SfK og helmingur starfsmanna í KÍ.  Opnunartími leikskólans mun verða frá kl:  8.00 – 13.30 og þurfa foreldrar því að velja sér hvaða tíma innan þess ramma hentar best ( sjá lista sem þarf að fylla út fyrir framan hverja deild ).

Leikskólastjórar og kennarar eru félagar í Kennarasambandi Íslands.  Við munum standa vaktina innan þess ramma sem mögulegur er án þess að ganga í störf samstarfsmanna okkar. 
Matur verður framreiddur í leikskólanum kl :11:30 þar sem matráður okkar er í Matvís. 
Við áskiljum okkur rétt til þess að þurfa að breyta fyrirhuguðu skipulagi ef að forsendur breytast hér hjá okkur í leikskólanum. 

Virðingarfyllst,

Sigríður Ólafsdóttir
Leikskólastjóri