Sími 441 6400

Fréttir

Rugldagurinn

3.3.2015

Það er nú mikið rugl hjá okkur þessa dagana :) Við höfum ákveðið að flytja rugldaginn yfir á fimmtudag, þar sem tónlistarkennslan er hjá okkur á föstudag. við ætlum að rugla út í eitt,  og sprella og gera allt öfugt við það sem við erum vön að gera. Í hádeginu verður allt í rugli en það er enn leyndarmál.

Einnig getum við átt von á því að starfsfólkið verði ekki á sinni deild en það sprell er bara fyrir hádegi. Þetta er einn liður í að auka samstarf á milli deilda.

Börnunum er frjálst að mæta í allskonar fötum, ranghverfum, sitt hvorum lit af sokkum, gaman að láta hugmyndaflugið ráða för. Þetta vefsvæði byggir á Eplica