Sími 441 6400

Fréttir

Afmæli Kópavogs

13.5.2015

Í vetur hafa leikskólarnir í Kópavogi tekið þátt í verkefni um sjálfbærni og tókum við að sjálfsögðu þátt í þeirri vinnu og heitir verkefnið okkar „Grænatún á grænni grein“. Afrakstur þeirrar vinnu má sjá á stórum segldúk sem hangir á Hálsatorgi . Við hvetjum ykkur eindregið til að kíkja á þetta verkefni. Það eru myndir á dúknum frá öllum deildum en ekki af öllum börnunum þar sem einungis eru 12 myndir frá Grænatúni. 

Einnig er myndasýning í Íslandsbanka og Landsbanka með myndum úr starfi allra leikskólanna í  Kópavogi. Þetta er allt í tengslum við 60 ára afmæli Kópavogsbæjar sem var mánudaginn 11. maí.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica