Sími 441 6400


Fréttir og tilkynningar

Blár apríl - 28.3.2019 13:37

Í tilefni af vitundar- og styrktarátakinu BLÁR APRÍL sem er nú haldið í sjötta sinn, eru börn og fullorðnir hvattir til að klæðast bláu þriðjudaginn 2. apríl til að sýna einhverfum stuðning og samtöðu.

Blar-april


Nýtt efni frá landlækni - 21.3.2019 13:59

Embætti landlæknis hefur gefið út fjögur fræðslumyndbönd fyrir foreldra leikskólabarna og fólk sem starfar með börnum í leikskólum. Myndböndin eru liður í Lýðheilsustefnu (PDF skjal) frá 2016 þar sem ein aðgerð felst í því að búa til fræðsluefni um hvíld, skipulagða hreyfingu, útivist, næringu og geðrækt barna í leikskólum. Kallað var saman fagfólk úr vinnuhópi Heilsueflandi leikskóla sem ásamt sérfræðingum embættisins ákváðu að fara þá leið að gera fræðslumyndbönd sem mætti deila víða. Lögð var áhersla á að myndböndin væru aðgengileg og á léttum nótum, leikin og talsett af börnum en fram kæmu ákveðin lykilskilaboð, sem byggja á rannsóknum, í hverju þeirra.

Yfirheiti myndbandanna er „Vellíðan leikskólabarna“ og hægt er að skoða þau hérna fyrir neðan. Einnig er hægt er að stilla á íslenskan, enskan og pólskan texta.

">https://youtu.be/9wvK38go6BY"- Svefn og hvíld

">https://youtu.be/fGrJCcdd0Tc"  Næring og matarvenjur

">https://youtu.be/jFH9OAXVOi0"  Hreyfing og útivera

">https://youtu.be/1rjGC_wFpGU"  Hegðun og samskipti

Bílastæði við Grænatún - 11.3.2019 10:23

Kæru foreldrar
Af gefnu tilefni þá biðjum við ykkur að leggja á stæði Grænatúns. Mikill erill hefur verið á stæðum við Brekkutún og aukinn umferðarþungi frá leikskólanum. Íbúar Brekkutúns hafa komið að máli við okkur og biðjum við ykkur því að virða þessi tilmæli. Þessi stæði eru hugsuð fyrir bíl fatlaðra sem og þá sem koma með aðföng að skólanum.
Kærar kveðjur
Leikskólastjóri

Innritun í grunnskóla - 22.2.2019 12:27

Grunnskólar Kópavogs

 Innritun í grunnskóla Kópavogs fyrir skólaárið 2019 – 2020 Innritun 6 ára barna (fædd 2013) fer nú alfarið fram í gegnum þjónustugátt á vef bæjarins https://thjonustugatt.kopavogur.is Opnað verður fyrir skráningu 1. mars 2019 og stendur hún til 8. mars. 

Sömu daga fer fram innritun nemenda sem flytjast milli skólahverfa og þeirra sem flytja í Kópavog eða koma úr einkaskólum. Haustið 2019 munu skólar hefjast með skólasetningardegi föstudaginn 23. ágúst. Nánari upplýsingar um skólabyrjun munu birtast á heimasíðum skólanna.

Sérstök athygli er vakin á því að umsóknarfrestur um heimild til að stunda nám í einkaskólum eða grunnskólum annarra sveitarfélaga er til 1. apríl og skal sækja um á þjónustugátt Kópavogs. 

Sækja þarf um að nýju fyrir nemendur, sem nú eru í slíkum skólum, ef gert er ráð fyrir að þeir verði þar næsta vetur. Menntasvið Kópavogsbæjar

Mömmu og ömmukaffi - 19.2.2019 13:23

Kæru foreldrar

Næsta sunnudag er konudagurinn og af því tilefni er opið hús hjá okkur föstudaginn 22. febrúar 2019              kl. 8.00 - 9.00.

 Við bjóðum öllum mömmum og ömmum (eða staðgenglum þeirra) að koma og fá sér hressingu með okkur og eiga notalega stund. 

Börnin syngja fyrir mömmur og ömmur í salnum klukkan 8:30

 

Kærar kveðjur starfsfólk Grænatúns 

Fréttasafn


Atburðir framundan

Páskafrí 18.4.2019 - 22.4.2019

Páskafrí er frá 18. apríl - 22. apríl. Leikskólinn opnar aftur þann 23. apríl.

 

Sumardagurinn fyrsti 25.4.2019

Sumardagurinn fyrsti - leikskólinn er lokaður.

 

Verkalýðsdagurinn 1.5.2019

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins og því er leikskólinn lokaður.

 

Vorhátíð Grænatúns 9.5.2019

Í dag er vorhátið leikskólans kl 15.00

 

Afmæli Grænatúns 11.5.2019


Leikskólinn á afmæli í dag og hefur hann frá og með deginum í dag starfað í 35  ár

 

Fleiri atburðir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica