Sími 441 6400

Trölladeild

Trölladeild

 

Í vetur eru 23 börn á Trölladeildinni á aldrinum 3 – 4 ára. . Í Grænatúni er þema leikskólans  leikur og gleði og reynum við að hafa það til hliðsjónar í öllu sem við gerum. 

Í hópastarfi  förum við í hringekju og í henni eru 3 vinnustöðvar, málrækt, myndlist og hópavinna. Við skiptum börnunum í 4 hópa og fer hver hópur í hverja vinnustund einu sinni í viku. Einu sinni í viku förum við í leikfimi.  Föstudaga nýtum við til mikillar útivistar.

Hópastarf/ könnunaraðferð:

Í hópastarfi vinnum við eftir svo kallaðri könnunaraðferð.  Yfirmarkmið könnunaraðferðarinnar er:

•    Þekking

•    Færni

•    Hugur

•    Tilfinningar

Þegar við vinnum eftir könnunaraðferðinni förum við eftir 3 stigum

•    Ákveðum viðfangsefni

•    Leitum svara, skráum niður, förum í vettvangsferðir og umræður.

•    Komum vinnunni á framfæri og ákveðnir þættir valdir til kynningar.

 

Leikfimi/hreyfing:

Öll börnin fara í leikfimi einu sinni í viku. Hópnum er skipt í 2 hópa. Aðra hvora viku fara börnin í salinn þar sem farið er í ýmsa leiki og settar upp skipulagðar stöðvar. Hina er farið í kraftgöngu í dalnum.

Markmið

•    Að örva hreyfiþörf barnanna

•    Að þau læri að skynja og þekkja líkama sinn

Myndlist:

Einu sinni í viku er farið í myndlist. Þar er börnunum kynntar ýmsar aðferðir í myndlistinni. Einnig hafa börnin alltaf aðgang að fjölbreyttum efnivið inni á deild.  Þessar stundir fara allar fram undir leiðsögn kennara.

Markmið:

•    Að börn tjái sig með myndmáli

•    Æfa samhæfingu augna og handar

Málrækt:

Einu sinni í viku er skipulögð málræktarstund þar sem við förum í ýmsa málörvunarleiki, s.s. rímleiki, minnisleiki, hlustum á sögur o.fl. Við skiptum börnunum í hópa eftir aldri. Einnig er börnunum skipt í lestrarhópa þar sem hver hópur fær sögu við sitt hæfi.  Einnig fléttast málræktin í gegnum allt leikskólastarfið. Unnið er í gegnum leikinn og lögð áhersla á að börnin tjái sig um hugsanir sínar og líðan.

Útivera:

Farið er út að minnsta kosti einu sinni á dag.  Útivera býður upp á mikla hreyfingu og er góð leið til ýmis konar náms. Markmið hennar er að börnin geti hreyft sig frjálst og óhindrað, kynnst náttúrunni og árstíðarskiptum.

Lestur og tónlist

Á hverjum degi er lesið og sungið í samverustundum og unnið að því að kenna börnunum nýja söngva og fleira, auk þess sem sameiginleg söngstund allra deilda er á hverjum Föstudegi og þá skiptast deildarnar á að vera með skemmtiatriði þar sem börnin byrja að læra að koma fram.

Á Trölladeildinni vinnum við mikið með myndrænt skipulag og notum einnig tákn með tali. Við kynnum dagskipulagið  fyrir öllum börnunum á myndrænan hátt og geta þau gengið að því á hverjum degi.

 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica