Útgáfa handbókar

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.

Leikskólinn Grænatún var einn af tíu leikskólum í Kópavogi sem fengu tækifæri til þess að taka þátt í þróunarverkefn um snemmtæka íhlutun í málörvun.  Farið var í mikla vinnu við að flokka allt málörvunarefnið og verkferla sem snúa að málþroska.  Ferlið hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt og er útkoman handbók um málörvun.  Nú hefur verkefnið litið dagsins ljós og erum við mjög ánægð með útkomuna.  

Þær Sólveig María Kjartansdóttir sérkennslustjóri og Þórunn Jóhannsdóttir deildarstjóri stýrðu þessu verkefni hér í Grænatúni.

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.pdf

Samráðsgátt um menntastefnu fyrir árin 2021 - 2030

Kópavogur er að setja sér nýja menntastefnu fyrir árin 2021-2030 og leita eftir áliti íbúa, ekki síst barna og ungmenna, á drögum stefnunnar og hvernig íbúar telja best að framfylgja stefnunni. Samráðsgáttin er opin frá 4. júní til 18. júní 2021.
Sjá á slóð; https://www.betraisland.is/community/3279