Útgáfa handbókar

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.

Leikskólinn Grænatún var einn af tíu leikskólum í Kópavogi sem fengu tækifæri til þess að taka þátt í þróunarverkefn um snemmtæka íhlutun í málörvun.  Farið var í mikla vinnu við að flokka allt málörvunarefnið og verkferla sem snúa að málþroska.  Ferlið hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt og er útkoman handbók um málörvun.  Nú hefur verkefnið litið dagsins ljós og erum við mjög ánægð með útkomuna.  

Þær Sólveig María Kjartansdóttir sérkennslustjóri og Þórunn Jóhannsdóttir deildarstjóri stýrðu þessu verkefni hér í Grænatúni.

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.pdf

Úthlutun leikskólaplássa

Úthlutun leikskólaplássa fyrir komandi leikskólaár er hafin.

Í fyrsta hluta úthlutunar er plássum úthlutað vegna barna sem fædd eru árið 2020 og eldri.
Annar hluti úthlutunar fer fram í byrjun maí, vegna barna sem fædd eru á fyrri hluta árs 2021 og þeirra sem sóttu um leikskólapláss eftir að fyrri úthlutun hófst.

Þessar upplýsingar eru frá heimasíðu Kópavogsbæjar