Vorhátíð Grænatúns

Á morgun miðvikudaginn 11.maí verður okkar árlega vorhátíð og við höldum upp á 38 ára afmæli Grænatúns 

Vorhátíðin hefst kl. 15.00 með því að hver deild kemur fram og flytur söngatriði. Að venju verðum við útivið með atriðin og vonum bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir eins og alltaf !!!!

Eftir að hafa sungið úti er öllum boðið inn í leikskólann en þar munu verk frá vetrarstarfinu vera til sýnis.

Einnig er boðið uppá kaffi og sameiginlegt hlaðborð, sem þið kæru foreldrar komið með veitingar á.
Við minnum á eggjalaust hlaðborð vegna bráðaofnæmis
Bestu kveðjur
Starfsfólk Grænatúns