Dýrin

Dýrin

Apalagið

5 litlir apar sátu uppi í tré.
Þeir voru að stríða krókódíl
“Þú nærð ekki mér”!
Þá kom hann herra krókódíll
svo hægt og rólega og hamm!
(klappa saman lófunum)
(Síðan verða þeir 4 litlir…, svo 3 litlir…, osv.frv.)


Bangsimon

Sit ég hér á grænni grein
og geri fátt eitt annað
en éta hunang borða ber
bíta, allt er bannað

Dropar detta stórir hér,
dropar detta, hvað finnst þér?
Dropar detta allt um kring
og dinga linga ling.

Vatnið vex nú ótt og ótt/títt
ég verða að  flýja´úr húsum.
hér sit ég í alla nótt
og borða´úr mínum krúsum

Dropar detta ofan í poll
dropar detta á minn koll
Dropar detta allt um kring
og dinga linga ling


Bangsi lúrir

Bangsi lúrir, bangsi lúrir
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn
stirður eftir lúrinn.
Að hann sofi að hann sofi
enginn treystir því

Bráðum fæðast lítil lömb
Lag: Fyrr var oft í koti kátt

Bráðum fæðast lítil lömb
leika sér og hoppa
með lítinn munn og litla vömb
lambagrasið kroppa.
Við skulum koma og klappa þeim
kvölds og bjartar nætur
reka þau í húsin heim
hvít með gula fætur.

Fuglarnir sem flýðu í haust,
fara að koma bráðum.
syngja þeir með sætri raust,
sveifla vængjum báðum.
Við skulum hlæja og heilsa þeim,
hjartansglöð og fegin,
þegar þeir koma þreyttir heim
þúsund mílna veginn.

Jóhannes úr Kötlum.


Brunabíll, köttur og skógarþröstur

Ba, bú, ba, bú, brunabíllinn flautar.
Hvert er hann að fara?
Vatn á eld að sprauta -
tss, tss, tss, tss!
Gerir alla blauta.

Mjá, mjá, mjá, mjá, mjálmar gráa kisa.
Hvert er hún að fara?
Út í skóg að ganga -
uss, uss, uss, uss!
Skógarþröst að fanga.

Bí, bí, bí, bí, skógarþröstur syngur.
Hvert er hann að fara?
Burt frá kisu flýgur -
víí, víí, víí, víí!
Loftin blá hann smýgur.

 
Ding - dong

Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,
ding, dong, sagði lítill grænn froskur.
Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,
og svo líka ding, dong - spojojojojong!
(Blikka augunum til skiptis)

Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag,
mm, ðð, sagði lítil græn eðla.
Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag,
og svo líka mm, ðð - bllrrllrrllrr!
(Reka út úr sér tunguna)

King, kong, sagði stór svartur api einn dag,
king, kong, sagði stór svartur api.
King, kong, sagði stór svartur api einn dag,
og svo líka king, kong - gojojojojo!
(Slá með hnefum í bringuna)


Dýrin í Afríku

Hér koma nokkrar vísur,
sem þið viljið máske heyra
um dýrin úti í Afríku
um apana og fleira.

Viðlag:
:,: Hoja, hoja, ha, ha, ha :,:
um dýrin úti í Afríku
um apana og fleira.

Hæst í trjánum hanga þar
hnetur og bananar.
Þar hefðarapar hafa bú,
þeir heita bavíanar.

Viðlag...

Úr pálmablöðum eru gerðar
apabarnavöggur,
en barnfóstran er voða gamall
páfagaukaskröggur.

Viðlag...

Og kóngurinn í skóginum
er ljónið sterka og stóra.
Hans kona er ljónadrottningin
- hún étur á við fjóra!

Viðlag...

Og hér þarf ekkert slökkvilið
og engan brunahana.
Því fíllinn slekkur allan eld
með ógnarlöngum rana.

Viðlag...

Í trjánum sitja fuglarnir
og syngja allan daginn
og vatnahestur bumbu ber
og bumban - það er maginn!

Viðlag...

Þetta er fjörug músík,
svo öll dýrin fara að dansa.
Þau dansa fram á rauða nótt
og vilja ekki stansa.

Viðlag...

Hjá gíröffum er sorg og sút,
það var svei mér ekki af engu,
því átta litlir gíraffar,
þeir illt í hálsinn fengu.

Viðlag...

En nashyrningur læknir kom
með nefklemmur og tösku.
Og hann gaf öllum hálstöflur
og hóstasaft úr flösku.

Viðlag...

Krókódíllinn stóri, hann fékk
kveisu hér um daginn.
Hann hafði étið apakött
sem illa þoldi maginn.

Viðlag...

Svo var skinnið skorið upp,
það skelfing var að heyra.
Kvæðið langtum lengra er,
en ég lærði ekki meira.

Viðlag...

Fílaleiðangur

Einn fíll lagði af stað í leiðangur,
lipur var ei hans fótgangur.
Takturinn fannst honum heldur tómlegur,
svo hann tók sér einn til viðbótar.

Tveir fílar lögðu af stað í leiðangur,
lipur var ei þeirra fótgangur.
Takturinn fannst þeim heldur tómlegur,
svo þeir tóku sér einn til viðbótar.

Þrír fílar o.s.frv.


Fiskarnir tveir

Nú ætlum við að syngja um fiskana tvo
sem ævi sína enduðu í netinu svo.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!
Baba, búbú, baba, bú!
Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!

Annar hét Gunnar en hinn hét Geir,
þeir voru pínulitlir báðir tveir.
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!
Baba, búbú, baba, bú!
Baba, búbú, baba, bú!
Þeir syntu og syntu og syntu um allt
en mamma þeirra sagði: Vatnið er kalt!


Fiskurinn hennar Stínu

Eitt fór hún Stína litla á sjó
með pabba sínum.
Hún veiddi litla bröndukló
með öngli sínum.
Daginn eftir mamma hennar plokkfisk bjó
Stína vildi ei borða´nn
Hvað viltu ekki fiskinn Stína þá?
pabbi tók til orða

Fiskinn minn, nammi nammi namm
Fiskinn minn, nammi nammi namm
Fiskinn minn, nammi nammi namm
Fiskinn minn, nammi nammi namm

 
Grænmetisvísur

Þeir sem borða kjöt
og bjúgu alla daga
þeir feitir verða og flón af því
og fá svo illt í maga

En gott er Að borða gulrótina
grófa brauðið, steinseljuna,
krækiber og kartöflur
og kálblöð og hrámeti
Þá fá allir mettan maga
menn þá verða alla daga
eins og lömbin úti í haga
laus við slen og leti

Göngum, göngum...

Göngum, göngum, göngum upp í gilið,
gljúfrabúann til að sjá.
Þar á klettasyllu svarti krummi
sínum börnum liggur hjá


Gæsamamma

Gæsamamma gekk af stað
með gæsabörnin smáu.
Út á tún hún ætlaði
að eta grösin lágu.
Þá kom krummi "kra, kra, krá"
svo kolsvartur í framan.
Hann vildi eta unga smá,
og ekki var það gaman.

Gæsin hvæsti: "Farðu frá,
þú færð ei unga mína."
Og undir vængjum vafði smá
veslingana sína.
En krummi krunkar "kelli mín,
ég kroppa þig í stélið
og síðan bít ég börnin þín
og brýt þau öll í mélið".

Þennan býsna ljóta leik,
Lobba sá og undur
var hún fljót að koma á kreik
með kjaftinn glenntan sundur.
Svarta krumma óð hún að
og ætlaði að bíta,
þá fljótur krummi flaug af stað
því fjarska reið var "títa"

Þá varð mamma gæsa glöð
og góð við sína krakka,
sagði: við skulum hó , hæ, hröð
henni Lobbu þakka.
Þú getur tíka lið mér léð
þó lítil sé það borgun,
skaltu eta okkur með
okkar graut á morgun


Hani, krummi, hundur, svín

Hani, krummi, hundur, svín,
hestur, mús, tittlingur:
galar, krunkar, geltir, hrín,
gneggjar, tístir, syngur.


Hefur þú séð hvolpinn minn,

Hefur þú séð hvolpinn minn,
hvolpinn minn, hvolpinn minn,
hefur gult og loðið skinn,
gult og loðið skinn.
Voff, voff, voff, voff
segir litli hvolpurinn.
Voff, voff, voff, voff,
segir hvolpurinn.


Heiðlóa

Snemma lóa litla í
lofti bláu, dirrindi,
undir sólu syngur:
“Lofið gæsku gjafarans,
grænar eru sveitir lands,
fagur himinhringur.

“Ég á bú í berjamó,
börnin smá í kyrrð og ró
heima í hreiðri bíða.
Mata ég þau af móðurtryggð,
maðkinn tíni þrátt um byggð
eða flugu fríða.”

Lóan heim úr lofti flaug,
ljómaði sól um himinbaug,
blómi grær á grundu,
til að annast unga smá,
alla etið hafði þá
hrafn fyrir hálfri stundu.

Heimsókn í dýragarðinn

:,:Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá:,:
:,:  F-F-F- fílinn þar ég sá:,:

:,:Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá:,:
:,: T-T-T-T- tígrisdýr ég sá:,:

:,:Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá:,:
:,: K-K-K-K- kengúru ég sá

:,:Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá:,:
:,: A-A-A-A- apa þar ég sá

:,:Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá:,:
:,: S-S-S-S- selinn þar ég sá:,:

:,:Ég fór í dýragarð í gær og gettu hvað ég sá:,:
:,: G-G-G-G- gírafa ég sá


Hver var að hlæja

Hver var að hlæja þegar ég kom inn?
Kannski það hafi verið kötturinn.
:,:Æi(jæja) nú jæja, látum hann hlæja,
kannski að hann hlæi ekki í annað sinn:,:


Kalli litli kálormur

Kalli litli kálormur
í kál og rófur gráðugur
Naga, naga alla daga
namm namm namm

Gulli sem að garðinn á
ekki glaður verður þá.
Ormur, ormur eins og gormur
Burt, burt, burt

 

Kalli litli kónguló (á íslensku)

Kalli litli kónguló klifraði upp í tré
þá komi rigning og Kalli litli datt.
Upp kom sólin og þerraði hans kropp,
Kalli litli kónguló klifraðu upp í topp.


Kónguló

Kónguló, kónguló,
bentu mér á berjamó.
Fyrir bláa berjaþúfu
skal ég gefa þér gull í skó,
húfu græna, skarlatsskikkju,
skúf úr silki´ og dillidó.

Björn Franzson.
 

Krókódíll, górilla og ljón

Ef að sérðu krókodíl í þinu baðkeri
vertu ekki  við hann hræddur, sýndu hugrekki
og bjóddu honum inn í stofu
þar að snæðingi

Ef að situr stærðar górilla í geymslunni,
skaltu taka því með ró því þú veist af reynslunni
að ef hún fær tvo banana
hún sýnir kurteisi

Ef að liggur stærðar ljón á þínu skrifborði
skaltu ekki kalla á mömmu þína í ofboði
heldur klappa því á bakið
svo það steinsofni


Krummi krunkar úti

Krummi krunkar úti,
kallar á nafna sinn:
“Ég fann höfuð af hrúti,
hrygg og gæruskinn.”
:,: Komdu nú og kroppaðu með mér,
krummi nafni minn :,:


Krumminn á skjánum

Krumminn á skjánum,
kallar hann inn:
“gef mér bita 'af borði þínu,
bóndi minn!”
Bóndi svara býsna reiður:
“Burtu farðu, krummi leiður.
Líst mér að þér lítill heiður,
ljótur ertu'á tánum,
Krumminn á skjánum.”


Krumminn í hlíðinni

Krumminn í hlíðinni
hann fór að slá,
þá kom lóa lipurtá
og fór að raka ljá.
Hann gaf henni hnappa þrjá
og bannaði henni að segja frá
en hann spói spíssnefur
hann sagði frá,
prakkarinn sá.
Þá var ljáin ekki nema
hálft annað puntstrá.


Krummi svaf í klettagjá

Krummi svaf í klettagjá
kaldri vetrarnóttu á,
verður margt að meini.
Fyrr en dagur fagur rann
freðið nefið dregur hann
undan stórum steini.

Á sér krummi ýfði stél,
einnig brýndi gogginn vel,
flaug úr fjalla gjótum.
Lítur yfir byggð og bú,
á bæjum fyrr en vakna hjú;
veifar vængjum skjótum.

Sálaður á síðu lá
sauður feitur garði hjá,
fyrrum frár á velli.
,,Krunk, krunk! nafnar, komið hér,
krunk, krunk! því oss búin er
krás á köldu svelli.”

Jón Thoroddsen


Kvæðið um fuglana

Snert hörpu mína, himinborna dís,
svo hlusti englar guðs í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.

Úr furutré, sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka' úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.

Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.

Ég heyri' í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mína himinborna dís,
og hlustið, englar guðs í Paradís.


Litlu andarungarnir

Litlu andarungarnir
:,:allir synda vel:,:
:,:Höfuð hneigja' í djúpið
og hreyfa lítil stél:,:

Litlu andarungarnir
:,:ætla út á haf:,:
:,:Fyrst í fjarlægð skima
og fara svo í kaf:,:

Börnin frísk og fjörug
:,:fara öll í hring:,:
:,:Hönd í hendi smella
og hoppa svo í hring:,:


Lóan er komin

Lóan er komin að kveða burt snjóinn
kveða burt leiðindin, það getur hún.
Hún hefur sagt mér að senn komi spóinn,
sólskin í dali og blómstur í tún.
Hún hefur sagt mér til syndanna minna,
ég sofi of mikið og vinni ekki hót..
Hún hefur sagt mér að vaka og vinna
vonglaður taka nú sumrinu mót.


Nú skal syngja um…

Nú skal syngja um kýrnar
sem baula hátt í kór
þær gefa okkur mjólkina
svo öll við verðum stór.
Mjólk, mjólk, mjólk, mjólk, mjólk!
Mu mu mu, mu mu mu mu mu!
Mu mu mu, mu mu mu mu mu!
Mu mu mu, mu mu mu mu mu!
Mu mu mu mu mu!

Nú skal syngja um hænsnin
sem gagga endalaust
þau gefa okkur eggin
svo öll við verðum hraust.
Egg, egg, egg, egg, egg!
Ga ga gó, ga ga ga ga gó!
Ga ga gó, ga ga ga ga gó!
Ga ga gó, ga ga ga ga gó!
Ga ga ga ga gó!

Nú skal syngja um lömbin
sem jarma sætt og blítt
þau gefa okkur ullina
svo okkur verði hlýtt.
Ull, ull, ull, ull, ull!
Me me me, me me me me me!
Me me me, me me me me me!
Me me me, me me me me me!
Me me me me me!


Sá ég spóa

Sá ég spóa suður í flóa,
syngur lóa úti í móa,
bí, bí, bí, bí.
Vorið er komið víst á ný


Sex litlar endur

Sex litlar endur þekki ég
fimm eru mjóar og ein er sver.
Ein þeirra vappar og sperrir stél
fremst í flokki og segir kvakk, kvakk, kvakk.
Segir kvakk, kvakk, kvakk.

Niður að sjónum vilja þær
vagga vippe/vibbe evabbe, vibbevabbe
til og frá.
Ein þeirra vappar og sperrir stél,
fremst í flokki og segir kvakk, kvakk, kvakk.
Segir kvakk, kvakk, kvakk.


Upp á grænum, grænum

Upp á grænum, grænum himinháum hól
sá ég hérahjónin ganga.
Hann með trommu
- bomm, bomm, bombarombommbomm!
Hún með fiðlu sér við vanga.

Þá læddist að þeim ljótur byssukarl
sem miðaði í hvelli!
En hann hitti bara trommuna sem small
og þau hlupu og héldu velli.


Vögguvísa

Dvel ég í draumahöll
og dagana lofa
litlar mýs um löndin öll
liggja nú og sofa
Sígur ró á djúp og dal
dýr til hvílu ganga
einnig sofna skolli skal
með skottið undir vanga.


Það var einu sinni api…

Það var einu sinni api í ofsa góðu skapi,
hann vildi ekki grautinn en fékk sér banana:
Banananana - (smella tvisvar í góminn)
Banananana - (smella tvisvar í góminn)
Banananana, banananana, banananana -
(smella tvisvar í góminn).


Þrjár litlar mýs

Þrjár litlar mýs þær stukku út á ís
ollivolli dúllivolli dei.
Ísinn var þunnur og ein hét Unnur
ollivolli dúllivolli dei.

Ísinn sprakk og Unnur datt
ollivolli dúllivolli dei.
Unnur datt í ána og missti stórutána
ollivolli dúllivolli dei.

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica