Farartæki

Farartæki

Druslulagið

Við setjum svissinn á
og við kúplum gírnum frá,
það er startað
og druslan fer í gang!
Drun, drun!!
Það er enginn vandi
að aka bifreið,
ef maður bara kemur
henni í gang.
Drun, drun!!


Kátur drengur

Kátur er hann Kalli minn
kominn upp í bílinn sinn
eitthvað langt hann ætlar sér
út í heiminn sýnist mér.
Tra la la la ...

Gaman væri far að fá
fallegt margt og nýtt að sjá
lönd og borgir, fjöll og foss
fáir öðlast þvílíkt hnoss.
Tra la la la...

En að þykjast allt það er
aðeins slíkt ef líkar mér
þá með Kalla færðu far
fargjaldið er ekki par.
Tra la la la...

Glatt skín sól og gott er hjarn
gaman er að vera barn
eiga von og æskuþrá
ævintýralöndin sjá.
Tra la la la...


Lestin

Tuff, tuff, tuff, tuff lestin fer,
lestin fer, lestin fer.
Tuff, tuff, tuff, tuff lestin fer,
tuff, tuff lestin fer. Úh, ú-ú-ú-úh!!


Stóra brúin

Stóra brúin fer upp og niður,
upp og niður, upp og niður,
stóra brúin fer upp og niður,
allan daginn!

Bílarnir aka yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Bílarnir aka yfir brúna,
allan daginn!

Skipin sigla undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Skipin sigla undir brúna,
allan daginn!

Flugvélar fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Flugvélar fljúga yfir brúna,
allan daginn!

Fiskarnir synda undir brúna,
undir brúna, undir brúna.
Fiskarnir synda undir brúna,
allan daginn!

Fuglarnir fljúga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Fuglarnir fljúga yfir brúna,
allan daginn!

Börnin ganga yfir brúna,
yfir brúna, yfir brúna.
Börnin ganga yfir brúna,
allan daginn!


Strætó

Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring,
hring, hring, hring,
hring, hring, hring!
Hjólin á strætó snúast hring, hring, hring
- út um allan bæinn!

Hurðin á strætó opnast út og inn,
út og inn, út og inn!
Hurðin á strætó opnast út og inn
- út um allan bæinn!

Peningarnir í strætó segja klink, kling, kling,
klink, kling, kling,
klink, kling, kling!
Peningarnir í strætó segja klink,kling,kling
- út um allan bæinn!

Fólkið í strætó segir bla, bla, bla,
bla, bla, bla,
bla, bla, bla!
Fólkið í strætó segir bla, bla, bla
- út um allan bæinn!

Börnin í strætó segja hí, hí, hí,
hí, hí, hí,
hí, hí, hí!
Börnin í strætó segja hí, hí, hí
- út um allan bæinn!

Bílstjórinn í strætó segir uss, suss, suss,
uss, suss, suss,
uss, suss, suss!
Bílstjórinn í strætó segir uss, suss, suss
- út um allan bæinn!

Flautan í strætó segir bíb, bíb, bíb,
bíb, bíb, bíb,
bíb, bíb, bíb!
Flautan í strætó segir bíb, bíb, bíb
út um allan bæinn!


Tút, tút segir bíllinn minn

Tút, tút segir bíllinn minn,
ek ég inn í bílskúrinn,
Fingri styð á flautuna
og fætinum á bremsuna


Um landið bruna bifreiðar

Um landið bruna bifreiðar,
bifreiðar, bifreiðar,
með þeim við skulum fá oss far
og ferðast hér og þar.
Ba-bú, ba-bú,
tr-la-la-la-la-la-la,
ba-bú, ba-bú,
tra-la-la-la-la!

Um loftin fljúga flugvélar,
flugvélar, flugvélar,
með þeim við skulum fá oss far
og ferðast hér og þar.
Ba-bú...

Um höfin sigla skúturnar,
skúturnar, skúturnar.
með þeim við skulum fá oss far
og ferðast hér og þar.
Ba-bú...Þetta vefsvæði byggir á Eplica