Hreyfisöngvar

Hreyfisöngvar

Apalagið

5 litlir apar sátu uppi í tré.
Þeir voru að stríða krókódíl
“Þú nærð ekki mér”!
Þá kom hann herra krókódíll
svo hægt og rólega og hamm!
(klappa saman lófunum)
(Síðan verða þeir 4 litlir…, svo 3 litlir…, osv.frv.)


Bangsi lúrir

Bangsi lúrir, bangsi lúrir,
bæli sínu í.
Hann er stundum stúrinn,
stirður eftir lúrinn.
Að hann sofi, að hann sofi
enginn treystir því.


Bátasmiðurinn

Ég negli og saga og smíða mér bát
og síðan á sjóinn ég sigli með gát.
Og báturinn vaggar og veltist um sæ,
ég fjörugum fiskum með færinu næ.


Ding - dong

Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,
ding, dong, sagði lítill grænn froskur.
Ding, dong, sagði lítill grænn froskur einn dag,
og svo líka ding, dong - spojojojojong!
(Blikka augunum til skiptis)

Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag,
mm, ðð, sagði lítil græn eðla.
Mm, ðð, sagði lítil græn eðla einn dag,
og svo líka mm, ðð - bllrrllrrllrr!
(Reka út úr sér tunguna)

King, kong, sagði stór svartur api einn dag,
king, kong, sagði stór svartur api.
King, kong, sagði stór svartur api einn dag,
og svo líka king, kong - gojojojojo!
(Slá með hnefum í bringuna)


Ég ætla að syngja

Ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja.
Ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna eru augun
hérna eru eyrun
hérna er nebbinn minn
og munnurinn

Ég ætla að syngja,
ég ætla að syngja.
Ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna er bringan
hérna er naflinn,
hérna er rassinn minn
og búkurinn.

Ég ætla að syngja
ég ætla að syngja
Ég ætla að syngja lítið lag
Hérna eru fingurnir
hérna er höndin,
hérna er olnboginn
og handleggurinn.

Ég ætla að syngja
ég ætla að syngja.
Ég ætla að syngja lítið lag.
Hérna eru tærnar,
hérna er hællinn
hérna er hnéð á mér
og fótleggurinn hér.

 
Ein ég sit og sauma

Ein ég sit og sauma
inni í litlu húsi.
Enginn kemur að sjá mig
nema litla músin.
Hoppaðu upp og lokaðu augunum.
Bentu í austur,
bentu í vestur.
Bentu á þann sem að
þér þykir bestur.


Ein stutt, ein löng

Ein stutt, ein löng, hringur á stöng
og flokkur sem spilaði´og söng.
Köttur og mús og sætt lítið hús,
sætt lítið hús og köttur og mús.
Ein stutt…

Penni og gat og fata sem lak,
fata sem lak og penni og gat.
Ein stutt…

Lítill og mjór og feitur og stór,
feitur og stór og lítill og mjór.
Ein stutt…


Hóký-Póký

Við setjum hægri höndina inn,
við setjum hægri höndina út,
inn, út, inn, út - og hristum hana til.
Við gerum hóký-póký
og snúum okkur í hring.
Þetta er allt og sumt!

Oooó-Hóký-hóký-póký!
Oooó-Hóký-hóký-póký!
Oooó-Hóký-hóký-póký!
Þetta er allt og sumt!


“Hreyfa – Frjósa söngurinn”

Hreyfa litla fingur, hreyfa litla fingur,
hreyfa litla fingur og frjósa eins og skot !

Hreyfa lítinn nebba, hreyfa lítinn nebba,
hreyfa lítinn nebba og frjósa eins og skot.

Hreyfa litla rassa, hreyfa litla rassa,
hreyfa litla rassa, og frjósa eins og skot !

(tær, tungur, augu, hendur, fætur o.s.frv.)
Nýta líka þögnina – frjósa.


Keli káti karl

Ég heiti Keli káti karl
og kraftajötunn er.
Og þegar ég fer út, út,
hrökkva' allir í kút, kút.
Ég heiti Keli káti karl.
Tra-la la la la la la.


Kolakassinn

(nöfn barnanna sett í eyðurnar)

______ datt í kolakassann
hæfadderí, fadderall-all-a.
______ átti að passa ‘ann/'ana
hæfadderí, fadderall-all-a.

Viðlag 1:
Ef hún/hann ______ vissi það
þá yrði ‘ann/'ún alveg steinhissa.
Hæfadderí, hæfaddera,
hæfadderí, fadderall-all-a.

Viðlag 2:
Hvað ert þú að gera hér?
Snáfaðu heldur heim með mér!
Hæfadderí, hæfaddera,
hæfadderí, fadderall-all-a.


Sa ramm samm samm

:,:Sa ramm samm samm:,:
Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm

:,:Sa ramm samm samm:,:
Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm

:,:Hér er ég, hér er ég
Gúllí gúllí gúllí gúllí gúllí
ramm samm samm:,:


Söngvasveinar

:,: Við erum söngvasveinar á leiðinni' út í lönd :,:
leikum á flautu, á skógarhorn, á skógarhorn,
leikum á flautu, fiðlu' og skógarhorn.

Og við skulum dansa hopsasa, hopsasa, hopsasa,
við skulum dansa hopsasa - HOPSASA!!


Tilfinningablús

Ég finn það ofan´í maga - ooohó!
Ég finn það fram í hendur - ooohó!
Ég finn það niður´í fætur - ooohó!
Ég finn það upp í höfuð - ooohó!

:,:Ég finn það hér og hér og hér og hér
og hér og hér og hér
hvað ég er glöð!
Hér inni´í mér!:,:
(reið, leið, svöng, þreytt o.s.frv.)


Við klöppum öll í einu

Við klöppum öll í einu,
við klöppum öll í einu,
við klöppum öll í einu,
það líkar okkur vel!
(stöppum, hoppum, grátum, hlæjum,
sofum, hvíslum, smellum o.s.frv)


Vinka með tánum

Vinka með tánum, vinka með tánum
og klappa með höndunum.
Opna svo munninn, opna sv munninn
loka svo augunum.

Opna svo augun, opna svo augun,
klappa með höndunum.
Vinka með tánum, vinka með tánum,
loka svo munninum


Það búa litlir dvergar

Það búa litlir dvergar
í björtum dal
á bak við fjöllin háu
í skógarsal.
Byggðu hlýja bæinn sinn,
brosir þangað sólin inn.
Fellin enduróma
allt þeirra tal.


Þú skalt klappa

Þú skalt klappa ef
þú hefur létta lund,
Þú skalt klappa ef
þú hefur létta lund,
Þú skalt klappa allan daginn,
svo það heyrist útum bæinn.
Þú skalt klappa ef þú hefur létta lund.
(Settu í staðin fyrir að klappa:
Stappa, smella, banka á höfuðið og segja
jú-hú og í seinasta erindinu gera allt í röð

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica