Jólalög
Adam átti syni sjö
Adam átti syni sjö,
sjö syni átti Adam.
Adam elskaði alla þá
og allir elskuðu Adam.
Hann sáði, hann sáði,
hann klappaði saman lófunum,
stappaði niður fótunum,
ruggaði sér í lendunum
og sneri sér í hring.
Aðventukertin
Við kveikjum einu kerti á,
Hans koma nálgast fer,
sem fyrstu jól í jötu lá
og jesúbarnið er.
Við kveikjum tveimur kertum á
og komu bíðum hans.
Því Drottin sjálfur soninn þá
mun senda í líking manns.
Við kveikjum þremur kertum á
því konungs beðið er,
þótt Jesús sjálfur jötu og strá
á jólum kysi sér.
Við kveikjum fjórum kertum á;
brátt kemur gesturinn
og allar þjóðir þurfa að sjá
að það er frelsarinn.
Á jólunum er gleði og gaman
:,: Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm :,:
Þá koma allir krakkar með
í kringum jólatréð.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!
:,: Og jólasveinn með sekk á baki
fúm, fúm, fúm :,:
Hann gægist inn um gættina
á góðu krakkana.
Þá mun ríkja gleði..... o.s.frv.
:,: Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm :,:
Þá klingja allar klukkur við
og kalla á gleði og frið.
Þá mun ríkja gleði..... o.s.frv.
Babbi segir
Babbi segir, Babbi segir:
“Bráðum koma dýrðleg jól”
Mamma segir, mamma segir:
„Magga fær þá nýjan kjól.“
Hæ, hæ, ég hlakka til
hann að fá og gjafirnar,
bjart ljós og barnaspil,
borða sætu lummurnar.
Babbi segir, babbi segir:
Blessuð Magga'ef stafar vel,
henni gef ég, henni gef ég
hörpudisk og gimburskel.“
Hæ, hæ, ég hlakka til
hann að fá og gjafirnar,
bjart ljós og barnaspil,
borða sætu lummurnar.
Bjart er yfir Betlehem
Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna.
Stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarna allra barna.
Var hún áður vitringum
vegaljósið skæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa kæra.
Víða höfðu vitringar
vegi kannað hljóðir
fundið sínum ferðum á
fjöldamargar þjóðir.
Barst þeim allt frá Betlehem
birtan undur skæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa kæra.
Barni gjafir báru þeir.
Blítt þá englar sungu.
Lausnaranum lýstu þeir,
lofgjörð drottni sungu.
Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna,
Stjarnan mín og stjarnan þín
stjarna allra barna.
Bráðum koma blessuð jólin
Bráðum koma blessuð jólin
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt
í það minnsta kerti og spil.
Kerti og spil, kerti og spil,
í það minnsta kerti og spil.
Hvað það verður veit nú enginn,
vandi er um slíkt að spá.
En eitt er víst að alltaf verður
ákaflega gaman þá.
Gaman þá, gaman þá,
ákaflega gaman þá.
Ég sá mömmu kyssa jólasvein
Ég sá mömmu kyssa jólasvein,
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá
til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi
Stínu dúkku hjá,
og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveininn út um skeggið hlær.
Já sá hefði hlegið með
hann pabbi minn hefð'ann séð
mömmu kyssa jólasvein í gær
Ég set góðgæt' í skóinn hjá góðum og stilltum krökkum
ég set góðgæt' í skóinn hjá krökkum sem eru prúð
En ég ekki lít við hjá mjög óþægum börnum
þeim alveg sneiði ég hjá
læt ekki neitt góðgæt' í skóinn hjá króum sem bíta og slá
Þegar góðu krakkarnir svo hljóð og hlýðin far' að hátta
og þau halla sér á koddann og steinsofna strax klukkan átta
Er um heillandi undralönd drauma þau svífa
og hvíl' í friði og ró
þá ég hljóðlega læðist inn og lauma gott' í þeirra skó
Ég stundum bæti ýmsu við litlum bílum og dúkkum og fleiru
og þess börn eru ánægð og sum kannski búist við fleiru
En það er nú stundum svona að þú getur ei fengið
allt það sem þú um baðst
og ég aðeins get gefið þeim sem geta yfir litlu glaðst
Ég set góðgæti í skóinn.....
Gefðu mér gott í skóinn
Gefðu mér gott í skóinn,
góði jólasveinn í nótt.
Úti þú arkar snjóinn,
inni sef ég vært og rótt.
Góði þú mátt ei gleyma,
glugganum er sef ég hjá.
Dásamlegt er að dreyma ,
dótið sem ég fæ þér frá
Góði sveinki gættu að skó
gluggakistum á.
Og þú mátt ei arka hjá
án þess að setja neitt í þá.
Gefðu mér eitthvað glingur,
góði jólasveinn í nótt,
meðan þú söngva syngur ,
sef ég bæði vært og rótt.
Gekk ég yfir sjó og land
Gekk ég yfir sjó og land
og hitti þar einn gamlan mann,
spurði hann og sagði svo:
Hvar áttu heima?
Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi,
Klapplandi.
Ég á heima á Klapplandi,
Klapplandinu góða.
(Stapplandi, Grátlandi,Hnerrlandi
Hlælandi,Hvísllandi og Íslandi).
Göngum við í kringum...
Göngum við í kringum einiberjarunn,
einiberjarunn, einiberjarunn.
Göngum við í kringum einiberjarunn,
snemma á mánudagsmorgni.
Svona gerum við er við þvoum okkar þvott,
þvoum okkar þvott, þvoum okkar þvott,
svona gerum við þegar við þvoum okkar þvott,
snemma á mánudagsmorgni.
Þriðjud: Vindum okkar þvott
Miðvikud: Hengjum okkar þvott
Fimmtud: Teygjum okkar þvott
Föstud: Straujum okkar þvott
Laugard: Skúrum okkar gólf
Sunnud, snemma: Greiðum okkar hár
Sunnud, seint: Göngum kirkjugólf
Hátíð í bæ
Ljósadýrð loftin gyllirlítið hús yndi fyllir
og hugurinn heimleiðis leitar því æ
man ég þá er hátíð var í bæ.
Ungan dreng ljósin laða,
litla snót geislum baðar.
Ég man það svo lengi sem lifað ég fæ,
lífið þá er hátíð var í bæ.
Hann fékk bók, en hún fékk nál og tvinna,
hönd í hönd þau leiddust kát og rjóð.
Sælli börn nú sjaldgæft er að finna,
ég syng um þau mitt allra besta ljóð.
Söngur dvín svefninn hvetur,
systkin tvö geta ei betur,
en sofna hjá mömmu ég man þetta æ,
man það þá er hátíð var í bæ.
Heims um ból
Heims um ból, helg eru jól,
signuð mær son Guðs ól,
frelsun mannanna, frelsisins lind,
frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind
:,: meinvill í myrkrunum lá :,:
Heimi í hátíð er ný,
himneskt ljós lýsir ský,
liggur í jötunni lávarður heims,
lifandi brunnur hins andlega seims,
:,: konungur lífs vors og ljóss :,:
Heyra má himnum í frá
englasöng: “Allelújá”.
Friður á jörðu því faðirinn er
fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér
:,: samastað syninum hjá :,:
Sveinbjörn Egilsson
Hvít jól
Ég man þau jólin, mild og góð
er mjallhvít jörð í ljóma stóð.
Stöfum stjörnum bláum,
frá himni háum
í fjarska kirkjuklukknahljóm.
Ég man þau jól, hinn milda frið
á mínum jólakortum bið
að æfinlega eignist þið
heiða daga, helgan jólafrið.
Í Betlehem er barn oss fætt
Í Betlehem er barn oss fætt.
Barn oss fætt
Því fagni gjörvöll Adamsætt.
Hallelúja, hallelúja,
Það barn oss fæddi :.: fátæk mær :.:
Hann er þó dýrðar Drottinn skær.
:.: Hallelúja :.:
Hann var í jötu :.: lagður lágt,:.:
en ríkir þó á himnum hátt.
:.: Hallelúja :.:
Hann vegsömuðu :.: vitringar :.:
hann tigna himins herskarar.
:.: Hallelúja :.:
Hann boðar frelsi' og :.: frið á jörð :.:
og blessun Drottins barnahjörð
:.: Hallelúja :.:
Vér undir tökum :.: englasöng :.:
og nú finst oss ei nóttin löng.
:.: Hallelúja :.:
Vér fögnum komu :.: Frelsarans :.:
vér erum systkin orðin hans.
:.: Hallelúja :.:
Hvert fátækt hreysi :.: höll nú er :.:
Því Guð er sjálfur gestur hér.
:.: Hallelúja :.:
Í myrkrum ljómar :.: lífsins sól :.:
Þér, Guð sé lof fyrir gleðileg jól.
:.: Hallelúja :.:
Í skóginum stóð kofi einn
Í skóginum stóð kofi einn,
sat við gluggann jólasveinn.
Þá kom lítið héraskinn
sem vildi komast inn.
"Jólasveinn, ég treysti á þig,
veiðimaður skýtur mig!
"Komdu litla héraskinn,
því ég er vinur þinn.
En veiðimaður kofann fann,
jólasveininn spurði hann
hefur þú séð héraskinn
hlaupa' um hagann þinn?
Hér er ekkert héraskott,
hypja þú þig héðan á brott.
Og veiðimaður burtu gekk,
og engan héra fékk.
Jólaklukkur
Klukknahreim, klukknahreim hljóma' um fjöll og fell,
klukknahreim, klukknahreim ber á bláskinssvell.
Stjarnan mín, stjarnan þín stafar geislum hjarn.
Gaman er að geta' um jól glaðst sem lítið barn.
hug og hjarta manns heilög birta' um jól.
Á labbi má þá löngum sjá lítinn jólasvein.
Klukknahreim, klukknahreim hljóma' um fjöll og fell....
Komið, komið með kringum jólatréð.
Aldrei hef ég eins augnaljóma séð.
Björn fær hlaupahjól, Halla nýjan kjól.
Sigga brúðu sína við syngur „Heims um ból“.
Klukknahreim, klukknahreim hljóma' um fjöll og fell....
Jólasveinar einn og átta,
ofan komu' af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu hann Jón á Völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum.
Jólasveinar ganga um gólf
með gylltan staf í hendi
móðir þeirra sópar gólf
og flengir þá með vendi
Upp á stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
(Upprunalega útgáfa textans:)
Jólasveinar ganga' um gátt
með gildan staf í hendi
Móðir þeirra hrín við hátt
og hýðir þá með vendi.
Uppá stól stendur mín kanna,
níu nóttum fyrir jól
þá kem ég til manna.
Jólasveinninn minn
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn ætlar að koma í dag
Með poka af gjöfum og segja sögur og syngja jólalag
Það verður gaman þegar hann kemur þá svo hátíðlegt er
Jólasveinninn minn, káti karlinn minn kemur með jólin með sér
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn ætlar að koma í kvöld
Ofan af fjöllum með ærslum og köllum hann labbar um um holtin köld
Hann er svo góður og blíður við börnin bæði fátæk og rík
Enginn lendir í jóla..kettinum allir fá nýja flík
Jólasveinninn minn, jólasveinninn minn arkar um holtin köld
Af því að litla jólabarnið á afmæli í kvöld
Ró í hjarta, frið og fögnuð flestir öðlast þá
Jólasveinninn minn, komdu karlinn minn kætast þá börnin smá
Jólin alls staðar
Jólin, jólin alls staðar
með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá
og stara jólaljósin á.
Jólaklukka boðskap ber
um bjarta framtíð handa þér
og brátt á himni hækkar sól,
við höldum heilög jól.
Nú er Gunna á nýju skónum
Nú er Gunna á nýju skónum,
nú eru að koma jól.
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.
Solla á bláum kjól
Siggi er á síðum buxum,
Solla á bláum kjól.
Mamma er enn í eldhúsinu
eitthvað að fást við mat.
Indæla steik hún er að færa
upp á stærðar fat.
Pabbi enn í ógnarbasli
á með flibbann sinn.
"Fljótur, Siggi, finndu snöggvast
flibbahnappinn minn".
Kisu er eitthvað órótt líka,
út fer brokkandi.
Ilmurinn úr eldhúsinu
er svo lokkandi.
Jólatréð í stofu stendur,
stjörnuna glampar á.
Kertin standa á grænum greinum,
gul og rauð og blá.
Nú skal segja
Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar telpur gera:
Vagga brúðu, vagga brúðu
og svo snúa þær sér í hring!
Litlir drengir: Sparka bolta
Ungar stúlkur: Þær sig hneigja
Ungir piltar: Taka ofan
Gamlar konur: Prjóna sokka
Gamlir karlar: Taka í nefið
aaatsjúú!!!
Ó Grýla
Grýla heitir grettin mær, í gömlum helli býr,
hún unir sér í sveitinni við sínar ær og kýr.
Hún þekkir ekki glaum og glys né götulífsins spé
og næstum eins og nunna er, þótt níuhundruð ára sé.
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum.
Hún sinnir engu öðru nema elda nótt og dag,
og hirðir þar um hyski sitt með hreinum myndarbrag.
Af alls kyns mat og öðru slíku eldar hún þar fjöll,
oní 13 jólasveina og 80 tröll.
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum.
Já matseldin hjá Grýlu greyi er geysimikið streð.
Hún hrærir deig, og stórri sleggju slær hún buffið með.
Með járnkarli hún bryður bein og brýtur þau í mél
og hrærir skyr í stórri og sterkri steypuhrærivél.
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum.
Hún Grýla er mikill mathákur og myndi undra þig.
Með matarskóflu mokar alltaf matnum upp í sig.
Og ef hún greiðir á sér hárið, er það mesta basl,
því það er reitt og rifið eins og ryðgað víradrasl.
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum.
Og hjá þeim Grýlu og Leppalúða ei linnir kífinu,
þótt hann Grýlu elski alveg út úr lífinu.
Hann eltir hana eins og flón, þótt ekki sé hún fríð.
Í sæluvímu sama lagið syngur alla tíð:
Ó Grýla, ó Grýla, ó Grýla í gamla hellinum.
Rúdólf með rauða trýnið
Rúdólf með rauða trýnið raunamæddur hreinninn sá
Útundan alltaf hafður ekki taka þátt hann má
Rúdólf með rauða trýnið rambar upp í hæstu fjöll
Sér hvar til byggða brokka með bjöllusleða dýrin öll
Þá rennur fram hjá rammvilltur ragur jólasveinn
Þokan er svo þétt í nótt en þitt trýni skært og rjótt
Lýstu mér leið til bæja litli Rúdólf kættist þá
En hreindýrin aldrei aftur aumingjanum níddust á
Rúdólf með rauða trýnið raunamæddur hreinninn sá
Útundan ekki lengur Í öllu taka þátt hann má
Af trjánum ungur át af list eintóm kerti rauð
Síðan æ ef brosir blítt blikkar ljós um trýnið frítt
Nú hreindýrin aldrei aftur aumingjanum níðast á
En óska sér upp til hópa einnig trýnið rauð' að fá
Skín í rauðar skotthúfur
Skín í rauðar skotthúfur
skuggalangan daginn,
jólasveinar sækja að
sjást um allan bæinn.
Ljúf í geði leika sér
lítil börn í desember,
inn í frið og ró, út í frost og snjó
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.
Uppi á lofti, inni í skáp
eru jólapakkar,
titra öll af tilhlökkun
tindilfættir krakkar.
Komi jólakötturinn
kemst hann ekki í bæinn inn,
inn í frið og ró, út í frost og snjó,
því að brátt koma björtu jólin,
bráðum koma jólin.
Stjörnur tindra stillt og rótt,
stafa geislum björtum.
Norðurljósin loga skær
leika á himni svörtum.
Jólahátíð höldum vér
hýr og glöð í desember
þó að feyki snjó þá í friði og ró
við höldum heilög jólin
heilög blessuð jólin.
Snæfinnur snjókarl
Snæfinnur snjókarl var með snjáðan pípuhatt
Gekk í gömlum skóm og með grófum róm
gat hann talað rétt og hratt
Snæfinnur snjókarl var bara sniðugt ævintýr
segja margir menn en við munum enn
hve hann mildur var og hlýr
En galdrar voru geymdir í gömlu skónum hans
Er fékk hann þá á fætur sér fór hann óðar upp í dans
Já Snæfinnur snjókarl hann var snar að lifna við
og í leik sér brá æði léttur þá
uns hann leit í sólskinið
Snæfinnur snjókarl sneri kolli himins til
og hann sagð' um leið nú er sólin heið
og ég soðna hér um bil
Undir sig tók hann alveg feikna mikið stökk
og með kolasóp inn í krakkahóp
karlinn allt í einu hrökk
Svo hljóp hann einn var ekki seinn og alveg niðr'á torg
Með sæg af börnum söng hann lög bæð' í sveit og höfuðborg
Já Snæfinnur snjókarl allt í snatri þetta vann
því að yfir skein nú sólin hrein
og hún var að bræða hann
Það á að gefa börnum brauð
Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð,
svo komist þau úr bólunum,.
Væna flís af feitum sauð,
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð,
gafst hún upp á rólunum.
Þá nýfæddur Jesús
Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá
á jólunum fyrstu, var dýrlegt að sjá.
Þá sveimuðu englar frá himninum hans,
því hann var nú fæddur í líkingu manns.
Þeir sungu halelúja með hátíðarbrag.
Nú hlotnast guðsbörnunum friður í dag.
Og fagnandi hirðarnir fengu að sjá,
hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.
Ég bið þig ó, Drottinn, að dvelja mér hjá,
að dýrðlinga þína ég fái að sjá.
Ó blessa þú Jesú, öll börnin þín hér,
að búa þau fái á himnum með þér.