Litirnir

Litirnir

Græn eru laufin

Græn eru laufin
og grasið sem grær.
Glóðin er rauð
og eldurinn skær.
Fífill og sóley
eru fagurgul að sjá.
Fjöllin og vötnin
og loftin eru blá.
Hvítur er svanur
sem syndir á tjörn.
Svartur er hann krummi
og öll hans börn.
 

Gulur rauður..

Gulur rauður grænn og blár,
svartur, hvítur, fjólublár:
Brúnn, bleikur banani,
appelsína talandi.
Gulur , rauður, grænn og blár
svartur, hvítur, fjólublár


Litirnir

Grænt, grænt, grænt
er grasið úti í haga.
Grænt, grænt, grænt
er gamla pilsið mitt.
Allt sem er grænt, grænt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla Jón á Grund.

Gul, gul, gul
er góða appelsínan.
Gul, gul, gul
er gamla húfan mín.
Allt sem er gult, gult
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla Kínverjann.

Rauð, rauð, rauð
er rósin hennar mömmu.
Rauð, rauð, rauð
er rjóða kinnin mín.
Allt sem er rautt, rautt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla indíánann.

Svart, svart, svart
er sjalið hennar frænku.
Svart, svart, svart
er litla lambið mitt.
Allt sem er svart, svart
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla svertingjann.

Blátt, blátt, blátt
er hafið bláa hafið.
Blár, blár, blár
er blái himininn.
Allt sem er blátt, blátt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla sjómanninn

Hvít, hvít, hvít
er hvíta snjókerlingin.
Hvít, hvít, hvít
eru skýin sem ég sé.
Allt sem er hvítt, hvítt
finnst mér vera fallegt
fyrir vin minn, litla snjókarlinn.


Skýin

Við skýin felum ekki sólina af illgirni
(klapp, klapp, klapp)
Við skýin erum bara að horfa á leiki mannanna
(klapp, klapp, klapp)
Við skýin sjáum ykkur hlaupa-oouuúúííh!
Í rokinu!
Klædd gulum, rauðum, grænum og bláum regnfötum.
Eins og regnbogi meistarans, regnbogi meistarans,
við skýin erum bara grá, bara grá,
á morgun kemur sólin, hvað verður um skýin þá?Þetta vefsvæði byggir á Eplica