Þorralög

Þorralög

Minni kvenna

Fósturlandsins Freyja
fagra vanadís
móðir, kona, meyja
meðtak lof og prís.
Blessað sé þitt blíða
bros og gullið tár.
Þú ert lands og lýða
ljós í þúsund ár


Táp og fjör og frískir menn

Táp og fjör og frískir menn
finnast hér á landi enn,
þéttir á velli og þéttir í lund,
þrautgóðir á raunastund.
Djúp og blá
blíðum hjá
brosa drósum hvarmaljós.
Norðurstranda stuðlaberg
stendur enn á gömlum merg.


Þorramatur                        

Ó hangikjöt, ó hangikjöt
og rófustappa, grænar baunir og súrhvalur,
ó hangikjöt, ó hangikjöt
og sviðasulta, hrútspungar og harðfiskur

Og hákarl og flatbrauð
mér finnst svo gott að borða allan þennan mat.
Og hákarl og flatbrauð,
mér finnst svo gott að borða allan þennan mat

lag A-ramms-sa-saÞetta vefsvæði byggir á Eplica