Þulur

Þulur

 

Ef þú er einn og úti er kalt,
enginn að vega með þér salt,
ekkert gaman er einn að leika sér .
Ef þú átt vin þá breytist allt.
Það besta í heimi er að eiga góðan vin,
hann hlýjar þér í hríðarbyl.
Því ef þú átt góðan vin
þá er úti um leiðindin,
þá er svo gott að vera til.
Ef þú ert með magaverk,
hafirðu hor og hæsi í kverk,
hertu upp huga þinn
því besti vinurinn
getur gert kraftaverk.
Það besta í heimi er að eiga góðan vin.
Hann hlýjar þér í hríðarbyl,
því ef  ef þú átt góðan vin
þá er úti um leiðindin,
þá er svo gott að vera til.
Það besta í heimi er að eiga góðan vin
Hann hlýjar þér í hríðarbyl,
því ef  ef þú átt góðan vin
þá er úti um leiðindin,
þá er svo gott að vera til,
svo gott að vera til
 

Fagurrauð er rósin smá
rautt er lundanefið,
einnig núna nefið á
Nonna eftir kvefið

Þórarinn Eldjárn
 

Klukkurím

Klukkan eitt
eta feitt.
Klukkan tvö
baula bö.
Klukkan þrjú
mjólka kú.
Klukkan fjögur
kveða bögur.
Klukkan fimm
segja bimm.
Klukkan sex
borða kex.
Klukkan sjö
segja Ö.
Klukkan átta
fara að hátta.
Klukkan níu
veiða kríu.
Klukkan tíu
kyssa píu.
Klukkan ellefu
fleyta kellingu.
Klukkan tólf
ganga um gólf 

Maður og mús

Það er gata, það er hús,
það er maður inni.
Það er veggur, það er mús
þar í holu sinni.

Maðurinn er Maron Briem
músasérfræðingur.
Músin heitir Hulda Sím,
hún er mannfræðingur

Út að skoða merkan mann,
músin stefnir þangað.
Inn í músarholu hann
hefur alltaf langað.

Maðurinn er Maron Briem
músasérfræðingur.
Músin heitir Hulda Sím,
hún er mannfræðingur

Þórarinn Eldjárn


Úti flýgur fuglinn minn
sem forðum söng í runni
ekkert hús á auminginn
og ekkert sætt í munni.

 

Sól úti
sól inni
sól í hjarta
sól í sinni
sól í sálu minni.

 

Sumri hallar hausta fer, 
heyri snjallir ýtar:
Hafa fjallahnjúkarnir,
húfur mjallahvítar.

 

Úti flýgur fuglinn minn
sem forðum söng í runni
ekkert hús á auminginn
og ekkert sætt í munni.


Þorravísur

Þú ert að heilsa, þorri minn,
þýður og hýr á brána.
Við það hjá mjer vakna finn
vors- og sumarþrána.

Oft varst þú með yglda brá,
illa jafnan sjeður.
Hverju er að þakka þá
þetta blessað veður?

Þú hefur gleymt, þín gödduð spor
greiptu líf í dróma.
Þig hefur dreymt, þú værir vor
vafið sólarljóma.

Hættu köldum hríðaglaum,
hættu slysum valda.
En láttu þig þennan dýrðardraum
dreyma um aldir alda.

 

Þula um þorrann

Þorri hefur þennan sið.
Þyrlar snjónum hvíta.
Aldrei má hann óhræsið
Erlu mína bíta.

 

 

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica