Tröll

Tröll

Gráðug kerling


Gráðug kerling
hitaði sér velling
og borðaði namm, namm, namm,
síðan sjálf jamm, jamm, jamm,
af honum heilan helling.
Svangur karlinn
varð alveg dolfallinn
og starði svo sko, sko, sko
heilan dag o, ho, ho,
ofan í tóman dallinn,
aumingja karlinn.


Grýlukvæði

Grýla hét tröllkerling leið og ljót,
með ferlega hönd og haltan fót.

Í hömrunum bjó hún og horfði yfir sveit,
var stundum mögur og stundum feit.

Á börnunum valt það, hvað grýla átti gott,
og hvort hún fékk mat í sinn poka og sinn pott.

Ef góð voru börnin var Grýla svöng,
og raulaði ófagran sultarsöng.

Ef slæm voru börnin varð Grýla glöð,
og fálmaði í pokann sinn fingrahröð.

Og skálmaði úr hamrinum heldur gleið,
og óð inn í bæina – beina leið.

Þar tók hún hin óþekku angaskinn,
og potaði þeim nið´r í pokann sinn.

Og heim til sín aftur svo hélt hún fljótt,
- undir pottinum fuðraði fram á nótt.

Um annað, sem gerðist þar, enginn veit,
- en Grýla varð samstundis södd og feit.

Hún hló, svo að nötraði hamarinn,
og kyssti hann Leppalúða sinn.

Svo var það eitt sinn um einhver jól,
að börnin fengu buxur og kjól.

Og þau voru öll svo undurgóð,
að Grýla varð hrædd og hissa stóð.

En við þetta lengi lengi sat.
Í fjórtán dag hún fékk ei mat.

Þá varð hún svo mikið veslings hró,
að loksins í bólið hún lagðist – og dó.

En Leppalúði við bólið beið,
- og síðan fór hann þá sömu leið.

Nú íslensku börnin þess eins ég bið,
að þau láti ekki hjúin lifna við.


Hátt upp´á fjöllunum...

Hátt upp´á fjöllunum þar búa þrjú tröllin:
Tröllapabbi, tröllamamma og litli Trölli Rölli.
Bú!! sagði tröllapabbi .
Bú!! sagði tröllamamma,
en hann litli Trölli Rölli
hann sagði ekki neitt!! (hvíslað).


Hér búálfur á bænum er

Hér búálfur á bænum er á bjálkalofti í dimmunni
Hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu
Hann stappar fótum, hoppar hátt
og haframjölið étur hrátt
Hér búálfur á bænum er á bjálkaloftinu


Horfumst við í augu

Horfumst við í augu
sem grámyglur tvær.
Sá skal vera músin, sem mælir,
kötturinn, sem sig skælir,
fíflið, sem fyrr hlær,
Folaldið, sem fyrr lítur undan,
og skrímslið, sem skína lætur í tennurnar.


Það búa litlir dvergar

Það búa litlir dvergar
í björtum dal
á bak við fjöllin háu
í skógarsal.
Byggðu hlýja bæinn sinn,
brosir þangað sólin inn.
Fellin enduróma
allt þeirra tal.Þetta vefsvæði byggir á Eplica