Vinalög

Vinalög

Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman,
þar leika allir saman.
Leika úti og inni
og allir eru með.
Hnoða leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir
 í leikskólanum hér


Kæri vinur

Kæri vinur, kæri vinur,
kætumst saman hér.
Vertu hérna hjá mér
ekki fara frá mér.
Kæri vinur, kæri vinur,
kætumst saman hér.
 (Lag: Gamli Nói )


Litli vinur

Litli vinur, litli vinur, hvað kætir þig nú ?
Litli vinur, litli vinur, hvað kætir þig nú?
Ég á lítið leyndarmál grafið í jörð
langt inn í skóginum græna.
Litli vinur, litli vinur, seg mér leyndarmál þitt.
Litli vinur, litli vinur, seg mér leyndarmál þitt.
Ég á röndótan trefilinn grafinn í jörð
langt inn í skóginum græna.


Lítill heimur

Þar er gott að vera sem gleðin býr,
þar sem gerast sögur og ævintýr.
Svona er veröldin okkar
sem laðar og lokkar
svo ljúf og hýr.

Lítill heimur ljúfur hýr,
lítill heimur ljúfur hýr,
lítill heimur ljúfur hýr
eins og ævintýr.


Við erum góð

Við erum góð
góð við hvert annað
stríðum ekki eða meiðum neinn.
:,: Þegar við grátum
huggar okkur einhver einhver,
þerrar tár og klappar okkar kinn :,:
(Lag: Veistu að ég á lítinn dreng

Við erum vinir

Við erum vinir,
við erum vinir
ég og þú, ég og þú.
Leikum okkur saman,
leikum okkur saman,
ég og þú, ég og þú.
( Lag: Meistari Jakob)


Vinalagið

:,: Ég sendi þér fingurkoss :,:
Því við erum allra bestu
bestu, bestu, vinir ,vinir
allra bestu bestu bestu vinir.

:,: Ég vinka og veifa þér :,:
Því við erum allra bestu
bestu, bestu, vinir, vinir,
allra bestu bestu bestu vinir.

Ég brosi breitt til þín
því þú ert gleði mín.
Því við erum allra bestu
bestu bestu, vinir, vinir
allra bestu bestu bestu vinir.

Við leiðumst hönd í hönd
bundin í kærleiksbönd.
Því við erum allra bestu
bestu bestu vinir, vinir
allra bestu bestu bestu vinir.


Vinir gegnum þykkt og þunnt

Við eigum hvor annan að
eins og skefti og blað
í lífsins skúraveðri;
hanski og hönd
hafið og strönd.

Við eigum samleið ég og þú
eins og vinda og vindubrú

Andlit og nef
nefið of kvef
við hnerrum hjartanlega.
Allt gengur vel
ef þú átt vinarþel

Stundum fellur regnið strítt.
Stundum andar golan blítt.
Öðrum stundum allt er hvítt!
En svo verður aftur hlýtt!
Sumir kvarta sí og æ!
Svoleiðis ég skellihlæ

Allt gengur miklu betur í vetur
ef þú getur
kæst með mér kömpunum í!

Það verður bjart yfir borg
og bros um öll torg.

Við syngjum sólarsöngva.
Snúðu á hæl!
Með þessu mælum við!

Ekkert jafnast á við það
að eiga góðan vin í stað.

Að standa tveir í hverri raun
eru vináttulaun!

Ekkert jafnast á við það
að eiga góðan vin í stað!
Að standa tveir í hverri raun
eru vináttulaun!

Það er gaman að vera saman

Það er gaman að vera saman,
vera saman, vera saman.
Það er gaman að vera saman
þá líður okkur vel.

Vinur þinn er vinur minn
og vinur minn er vinur þinn.
Það er gaman að vera saman
þá líður okkur vel.

Það er gaman að lita saman…
Lita saman lita saman.
Það er gaman að lita saman
Þá líður okkur vel.

Lita gulan, lita rauðan,
Lita grænan, lita bláan.
Það er gaman að lita saman
Þá líður okkur vel.


Það er skemmtilegast að leika sér

 Það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með.
Í stórum hóp
inn um hlátrasköll
geta ævintýrin skeð.

Svo vertu velkominn
nýi vinur minn
það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með

Það er ótrúlegt hverju lítið bros
fengið getur breytt.
Getur glatt og huggað
jafn vel þá sem við .þekkjum ekki neitt

Svo vertu velkominn
nýi vinur minn
það er skemmtilegast að leika sér
þegar allir eru með

 

(Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright)

  

 
Þetta vefsvæði byggir á Eplica