Ýmis lög

Ýmis lög

Allir hlæja á öskudaginn

Allir hlæja á öskudaginn
ó hvað mér finnst gaman þá.
hlaupa lítil börn um bæinn
og bera poka til og frá


Aravísur

Hann Ari er lítill,
hann er átta ára trítill
með augu mjög falleg og skær.
Hann er bara sætur
jafnvel eins, er hann grætur
og hugljúfur þegar hann hlær.
En spurningum Ara
er ei auðvelt að svara:
Mamma, af hverju er himininn blár?
Sendir Guð okkur jólin?
Hve gömul er sólin?
Pabbi, hví hafa hundarnir hár?

Bæði pabba og mömmu
og afa og ömmu
þreytir endalaust spurningasuð:
Hvar er sólin um nætur?
Hví er sykurinn sætur?
Afi, gegndu, hver skapaði Guð?
Hvar er heimsendir, amma?
Hvað er eilífðin, mamma?
Pabbi, af hverju vex á þér skegg?
Hví er afi svo feitur?
Hví er eldurinn heitur?
Hví eiga ekki hanarnir egg?

Það þykknar í Ara
ef þau ekki svara
og þá verður hann ekki rór.
Svo heldur en þegja
Þau svara og segja:
“Þú veist það er verðurðu stór!”
Fyrst hik er á svari
þá hugsar hann Ari
og hallar þá kannski undir flatt
og litla stund þegir,
að lokum hann segir:
“Þið eigið að segja mér satt!”
 

Á íslensku má alltaf finna svar

Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn nema ég og þú.

Berta bakarísterta

Óli fór til Bertu, bakaríistertu,
og bað hana að kyssa sig.
Þá sagði Berta, bakaríisterta:
“Bara ef þú elskar mig!”

Þá sagði Óli, sem var á hjóli,
“Berta, ég elska þig!”
Glöð sagði Berta, bakaríisterta,
“Nú máttu kyssa mig!”
(“kyss - kyss” (kysst út í loftið)

Bíum, bíum, bambaló

Bíum, bíum, bambaló,
bambaló og dillidillidó.
Vini mínum vagga ég í ró,
en úti bíður andlit á glugga.

Þegar fjöllin fimbulhá
fylla brjóst þitt heitri þrá,
leika skal ég langspil á;
það mun þinn hugann hugga.

Þegar veður geisa grimm,
grúfir yfir hríðin dimm,
kveiki ég á kertum fimm,
burt flæmi skammdegisskugga.


Bjössi kvennagull

Hver ekur eins og ljón
með aðra hönd á stýri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
Bjössi á mjólkurbílnum.

Hver stígur bensínið
í botn á fyrsta gíri?
Bjössi á mjólkurbílnum,
hann Bjössi kvennagull

Við brúsapallinn bíður hans mær.
Æ, Bjössi keyptirðu þetta í gær.
Bjössi verður öldungis nær.
Æ, alveg gleymdi ég því.

Þér fer svo vel að vera svo æst.
Æ, vertu stillt ég man þetta næst.
Einn góða koss, svo getum við sæst á ný.

Hann Bjössi kann á bíl og svanna tökin.
Við brúsapallinn fyrirgefst mörg sökin.

Hver ekur eins og ljón,
með aðra hönd á stýri?
:,: Bjössi á mjólkurbílnum :,:
Hver stígur bensínið í botn á fyrsta gíri?
Bjössi á mjólkurbílnum.
Hann Bjössi kvennagull.


Bolludagur, Sprengidagur, Öskudagur

Á bolludegi fer ég  með
bolluvönd á kreik
Mér alltaf þykir gaman
að leika þennan leik.
Ég bolla og bolla
á bossann á þér fast ég slæ.
bolla og bolla og bollu í laun ég fæ
Já bragðgóðar eru bollurnar, bollurnar, bollurnar
já bragðgóðar eru bollurnar, húllum hæ

Á sprengidegi er bumban að springa hreint á mér,
því magnið er ei smátt sem í magann á mér fer.
Af saltkjöti og baunum ég saðningu í magann fæ,
af saltkjöti og baunum, ég saddur er og hlæ.
Já, bragðgóðar eru baunirnar, baunirnar, baunirnar,
já, bragðgóðar eru baunirnar, húllum hæ.

Á öskudegi fer ég með öskupoka af stað
og elti menn og konur sem ekkert vita um það.
Hengi svo poka á hinn og þennan sem ég næ,
lauma á poka, læðist burt og hlæ.
Svo dingla þeir þarna pokarnir, pokarnir, pokarnir,
svo dingla þeir þarna pokarnir, húllum hæ.
 

Búddi fór í bæinn

Búddi fór í bæinn Búddi fór í bæinn og Búddi fór í búð.
Búddi sat á torginu og var að borða snúð.
Þá kom löggumann og hirti hann
og stakk honum ofan í rassvasann.


Draumaland

Ég á kodda, liggi-liggi-læ-ló-lí
Og bók um dodda -liggi-liggi-læ-ló-lí
Er ég les á kvöldin, liggi-liggi-læ-ló-lí
Tekur svefnin völdin, liggi-liggi-læ-ló-lí

Og í leikfangaland ég allt í einu er kominn í,
 hvernig stendur nú á því?

Ég á náttgalla,  liggi-liggi-læ-ló-lí
Og póstinn palla,  liggi-liggi-læ-ló-lí
Er èg les á kvöldin,  liggi-liggi-læ-ló-lí
Tekur svefninn völdin,  liggi-liggi-læ-ló-lí

Og í póstbílinn ég allt í einu er kominn í, 
hvernig stendur nú á því?
Já í póstbílinn ég allt í einu er kominn í, 
hvernig stendur nú á því?

 
Dúkkan hennar Dóru

Dúkkan hennar Dóru var með sótt, sótt, sótt,
hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt, fljótt, fljótt.
Læknirinn kom þá með sína tösku og sinn hatt
hann bankaði á dyrnar: Ra, ta, ta, ta, tatt!
Hann skoðaði dúkkuna og hristi sinn haus:
Hún skal í rúmið og ekkert raus !
Hann skrifaði' á miða hvaða pillu' hún skildi fá.
,,Ég kem aftur á morgun ef hún er enn veik þá.”

Hreyfingar

  1. lína: þykjast vera að vagga brúðu
  2. lína: þykjast vera að tala í síma
  3. lína: þykjast halda á tösku og setja á sig hatt
  4. lína: ,,...rattatatata:” þykjast banka á hurð
  5. lína: skoða dúkkuna og hrista höfuð.
  6.  lína: skammast með vísifingri (x3)
  7. lína: þykjast skrifa niður á blað
  8. lína: vinka bless)

Einn var að smíða

Einn var að smíða ausutetur
annar hjá honum sat.
Þriðji kom og bætti´um betur
hann boraði á hana gat.
Hann boraði á hana eitt,
hann boraði á hana tvö,
hann boraði á hana þrjú og fjögur,
fimm og sex og sjö.


Fiskurinn hennar Stínu

Eitt fór hún Stína litla á sjó
með pabba sínum.
Hún veiddi litla bröndukló
með öngli sínum.
Daginn eftir mamma hennar plokkfisk bjó
Stína vildi ei borða´nn
Hvað viltu ekki fiskinn Stína þá?
pabbi tók til orða

Fiskinn minn, nammi nammi namm
Fiskinn minn, nammi nammi namm
Fiskinn minn, nammi nammi namm
Fiskinn minn, nammi nammi namm

Ömmu sína Stína fór að sjá
og spurði frétta
Hvað hún veitt hefði sjónum á,
Stína sagði þetta:
Ég plokkfisk veiddi alveg ein
og var að borða´nn
Já ég plokkfisk veiddi alveg ein
og var að borða´nn

Fiskinn minn, nammi nammi namm
Fiskinn minn, nammi nammi namm
Fiskinn minn, nammi nammi namm
Fiskinn minn, nammi nammi namm

Halli á grúfunni

Haldiði´ekki hann´Halli komi á grúfunni,
á heljarstökki fram af einni þúfunni.
Hann fór það bara fínt, en hélt hann hefði týnt
:,:gleraugunum, höfðinu eða húfunni:,:


Indíánalagið

Einn og tveir og þrír indíánar,
fjórir og fimm og sex indíánar,
sjö og átta og níu indíánar,
tíu indíánar í skóginum

Allir voru með byssu og boga
allir voru með byssu og boga,
allir voru svo kátir og glaðir,
þeir ætluðu að veiða björninn.

Uss, þarna heyrðist eitthvað braka,
uss, þarna heyrðist fugl að kvaka,
fram kom stóri og grimmi björninn,
þá hlupu þeir allir heim

Þá hlupu einn og tveir og þrír indíánar,
fjórir og fimm og sex indíánar,
sjö og átta og níu indíánar
en einn indíáni varð eftir.

Hann var ekki hræddur við stóra björninn,
BANG hann skaut og hitti björninn,
tók svo af honum allan haminn
og hélt aftur heim til sín.

Þá komu einn og tveir og þrír indíánar,
fjórir og fimm og sex indíánar,
sjö og átta og níu indíánar
allir að skoða björninn.


Í leikskóla er gaman

Í leikskóla er gaman
þar leika allir saman
leika úti og inni
og allir eru með.
Hnoða leir og lita,
Þið ættuð bara að vita,
hvað allir eu duglegir
í leikskólanum hér


Íslenska, já takk

(Lag: Snert hörpu mína)

Á íslensku má alltaf finna svar
og orða stórt og smátt sem er og var,
og hún á orð sem geyma gleði´ og sorg,
um gamalt líf og nýtt í sveit og borg.

Á vörum okkar verður tungan þjál,
þar vex og grær og dafnar okkar mál.
Að gæta hennar gildir hér og nú,
það gerir enginn – nema ég og þú.

Ljóð: Þórarinn Eldjárn


Krókodíll, górilla og ljón

Ef að sérðu krókodíl í þinu baðkeri
vertu ekki  við hann hræddur, sýndu hugrekki
og bjóddu honum inn í stofu
þar að snæðingi

Ef að situr stærðar górilla í geymslunni,
skaltu taka því með ró því þú veist af reynslunni
að ef hún fær tvo banana
hún sýnir kurteisi

Ef að liggur stærðar ljón á þínu skrifborði
skaltu ekki kalla á mömmu þína í ofboði
heldur klappa því á bakið
svo það steinsofni


Lagið um það sem er bannað

Það má ekki pissa bak við hurð
og ekki henda grjóti ofan í skurð,
ekki fara í bæinn og kaupa popp og tyggjó
og ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó.

Það má ekki vaða út í sjó
og ekki fylla húfuna af snjó,
ekki týna blómin sem eru úti´í beði
og ekki segja "ráddi" heldur "réði".

Þetta fullorðna fólk er svo skrítið,
það er alltaf að skamma mann,
þó maður geri ekki neitt,
það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki skoða lítinn kall
og ekki gefa ketti drullumall,
ekki skjóta pabba með byssunni frá ömmu
og ekki tína orma handa mömmu.

Það má ekki hjóla inn í búð
og ekki gefa litla bróður snúð,
ekki fara að hlæja þó einhver sé að detta,
-ekki gera hitt og ekki þetta!

Þetta fullorðna…
 

Lína langsokkur

Hér skal nú glens og gaman
við geturm spjallað saman
Gáum hvað þú getur
vinur, gettu hver ég er
Verðlaun þér ég veiti
ef að veistu hvað ég heiti
Vaðir þú í villu,
 þetta vil ég segja þér

Viðlag
Hér sérðu Línu langsokk
tralla hopp, talla hei
tralla hopp sa-sa
Hér sérðu Línu langsokk
-já líttu- það er ég

Svo þú sérð minn apa
minn sæta fína litla apa,
herra Níels heitir
já- hann heitir reyndar það
hérna höll mín gnæfir,
við himin töfraborg mín gnæfir
Fannstu annan fegri
eða frægðarmeiri stað

Viðlag

Þú höll ei hefur slíka
ég á hest og rottu líka
Og kúffullan að krónum
einn kistil á ég mér
Veri allir vinir
velkomnir einnig hinir.
Nú lifað skal og leikið
þá skal líf í tuskum hér

Viðlag


Lítill heimur

Þar er gott að vera sem gleðin býr,
þar sem gerast sögur og ævintýr,
svona´er veröldin okkar
sem laðar og lokkar
- svo ljúf og hýr!

Lítill heimur, ljúfur, hýr!
Lítill heimur, ljúfur, hýr!
Lítill heimur, ljúfur, hýr!
Eins og ævintýr.


Lonníetturnar

Ég lonníetturnar lét á nefið,
svo lesið gæti ég frá þér bréfið.
Ég las það oft og mér leiddist aldrei
og lifað gæti ég ei án þín.
Tral la la la la la ljúfa,
tra la la la la la ljúfa,
ég las það oft og mér leiddist aldrei
og lifað gæti ég ei án þín.

 

Mamma borgar

Á kaupmanninn rétt við búðarborðið
svo brosfögur horfði Stína
„ég ætlaði bara að kaupa klæði
í kjól á brúðuna mína“

„Og hvaða lit viltu ljúfan“ sagði hann
„á litlu brúðuna þína“?
„Hvað auðvitað rauðan, ósköp rauðan“
með ákafa svaraði Stína

Hann brosandi fór og klippti klæðið
„Hvað kostar það“? spurði Stína
„Einn koss „ hann svaraði, „kostar klæðið
í kjól á brúðuna þína“

Í búðinni glumdi við gleðihlátur,
er glaðalega svaraði Stína:
„Hún mamma kemur í bæinn bráðum
og borgar skuldina mína

 


Meistari Jakob

(Hver lína er sungin 2 sinnum)

Íslenska
Meistari Jakob,
sefur þú ?
Hvað slær klukkan ?
Hún slær þrjú.

Enska
Are you sleeping
Brother John ?
Morning bells are ringing,
ding, dang, dong !

Finnska
Jaakko kulta,
Herää jo !
Kellojasi soita,
pim, pam, pom !

Indíánamál
Fosin Joko,
nisbetja !
Timbatire linso.
Tom peng pung !

Þýska
Meister Jokob,
Schläfst du noch ?
Hörst du nicht die Glocken ?
Ding, ding, dong !

Franska
Frére Jacques,
dormez-vous ?
Sonnez les matines,
din, din, don !

Sænska
Broder Jakob
sover du ?
Ring till ottesången,
bing, bang, bång !

Danska
Mester Jocob,
sover du ?
Hörer du ej klokken ?
Bim, bam, bum !

Færeyska
Sov ei longur !
Bróðir Jón !
Morgunklokkur ringja.
Ding, ding, dong !


Nammilagið

Ef regnið væri úr bleiku bangsagúmmi- rosalegt fjör yrði þá
ég halla mér aftur með tunguna út- uuhh, uuhh, uuhh

Ef sólin væri á bragðið eins og sleikjó- rosalegt fjör yrði þá
ég halla mér aftur með tunguna út- uuhh, uuhh, uuhh

Ef snjórinn væri úr sykurpúða og poppi, rosalegt fjör yrði þá
ég halla mér aftur með tunguna út- uuhh, uuhh, uuhh


Óli og Berta
Óli fór til Bertu, bakaríistertu,
og bað hana að kyssa sig.
Þá sagði Berta, bakaríisterta:
“Bara ef þú elskar mig!”

Þá sagði Óli, sem var á hjóli,
“Berta, ég elska þig!”
Glöð sagði Berta, bakaríisterta,
“Nú máttu kyssa mig!”
(“kyss - kyss” (kysst út í loftið))

 

Óskasteinar

Fann ég á fjalli fallega steina,
faldi þá alla, vildi þeim leyna.
Huldi þar í hellisskúta heillasteina
alla mína unaðslegu óskasteina.

Langt er nú síðan leit ég þá steina
lengur ei man ég óskina neina
er þeir skyldu uppfylla um ævidaga
ekki frá því skýrir þessi litla saga.

Gersemar mínar græt ég ei lengur
geti þær fundið telpa eða drengur.
Silfurskæra kristalla með grænu og gráu
gullna roðasteina rennda fjólubláu.


Palli var einn í heiminum
 

(lag:  Búkolla í Bankastræti)

Ég þekki lítinn labbakút,
sem langaði að stelast út.
Á litlu tánum læddist einn,
en langaði ekki að vekja neinn.

:,: Ha, ha, ha, trúðu mér,
Palli var einn í heimi hér:,:

Út á götu æddi hann,
og ekki nokkurn þar hann fann.
Suður í búð hann síðan gekk
og súkkulaðimola fékk.

:,: Ha, ha, ha, trúðu mér,
Palli var einn í heimi hér:,:

 

Rauði karlinn

(Lag: allir krakkar)
Rauði karlinn, rauði karlinn

kallar til þín hér.
Hann biður þig að bíða
best er því að hlýða.
Stans hann segir,
stans hann segir.
Stans og gættu að þér.

Græna karlinn, græna karlinn
krakkar þekkja flest.
Göngumerki gefur
gát á öllu hefur.
Yfir götu öll við göngum
glöð í einni lest.


Ríðum heim til Hóla

Ríðum heim til Hóla.
Pabba kné er klárinn minn,
kistill mömmu fákur þinn.
Ríðum heim til Hóla.


Ríðum út að Ási.
Ef við höfum hraðann á,
háttum þar við skulum ná.
Ríðum út að Ási.

Ríðum heim að Hofi.
Senn er himni sólin af,
sigin ljós í vesturhaf.
Ríðum heim að Hofi.


Sagan af Gutta

Sögu vil ég segja stutta.
sem að ég hef nýskeð frétt.
Reyndar þekkið þið hann Gutta.
Það er alveg rétt.
Óþekkur er ætíð anginn sá,
út um bæinn stekkur hann
og hoppar til og frá.
Mömmu sinni unir aldrei hjá
eða gegnir pabba sínum.
Nei, nei, það er frá.
Allan daginn út um bæinn
eilíf heyrast köll í þeim:
Gutti, Gutti, Gutti, Gutti,
Gutti, komdu heim.

Andlitið er á þeim stutta
oft sem rennblautt moldarflag.
Mædd er orðin mamma hans Gutta,
mælir oft á dag:
Hvað varst þú að gera, Gutti minn ?
Geturðu aldrei skammast þín
að koma svona inn?

Réttast væri að flengja ræfilinn.
Reifstu svona buxurnar
og nýja jakkann þinn?
Þú skalt ekki þræta, Gutti,
Það er ekki nokkur vörn.
Almátturgur! en sú mæða
að eiga svona börn.

Gutti aldrei gegnir þessu,
grettir sig og bara hlær,
orðinn nærri að einni klessu
undir bíl í gær.
O´n af háum vegg í dag hann datt.
Drottinn minn! Og stutta nefið
það varð alveg flatt,
eins og pönnukaka.  Er það satt?
Ójá, því er ver og miður þetta var svo bratt.
 Nú er Gutta nefið snúið nú má hafa það á tröll.
 Nú er kvæðið næstum búið.
Nú er sagan öll.Siggi fór í bæinn

Siggi fór í bæinn og Siggi fór í búð.
Siggi sat á torginu og var að borða snúð.
Þá  kom löggumann og hirti hann
og stakk honum oní rassvasann.

 

Skakkur og skrýtinn maður

Einn skakkur og skrýtinn maður
gekk skakka og skælda braut,
fann skakka og skælda krónu
í skakkri og skældri laut
og skakka og skælda kisu
með skakka og skælda mús.
Svo fór hann heim með fund sinn
í skælt og skrýtið hús

Systa mín

Hún Systa mín litla á ljósgullið hár,
sem liðast svo mjúkt eins og ull.
Hún hefur nú lifað í hálft þriðja ár,
og hún á mörg nýstárleg gull.
Hún á brúðu í kjól,
og brúðan á stól.
Hún á bangsa og fallega gæs.
Og Systa á bók, en þó Systa sé klók,
er hún samt ekki enn orðin læs.

Og guðslangan daginn hún hoppar og hlær,
og hlátur er, hvar sem hún fer.
Hún kyssti mig snöggvast á kinnina í gær
og klappaði á hökuna á mér.
Mig e góu vi dig,
dú e góu vi mig,
da er gaman að vea já dér,
hún sagði og hló, en svo var það nóg,
og hún sentist í burtu frá mér. 

Já, Systa mín litla er svolítið peð.
En seinna, hvað verður hún þá?
Það hefur svo afar-margt ótrúlegt skeð,
að enginn er fær um að spá. 
Kannski ráðunautsfrú?
Kannski ráðherrafrú?
Því ræður nú framtíðin hljóð
En hvert hana ber, og hvar sem hún er
og hvert sem hún fer, er hún góð.

 

Söngvasveinar

:,: Við erum söngvasveinar á leiðinni' út í lönd :,:
leikum á flautu, á skógarhorn, á skógarhorn,
leikum á flautu, fiðlu' og skógarhorn.

Og við skulum dansa hopsasa, hopsasa, hopsasa,
við skulum dansa hopsasa - HOPSASA!!
 

Vinalagið

Við erum góð, góð hvert við annað
stríðum ekki eða meiðum neinn
þegar við grátum huggar okkur einhver
þerrar tár og klappar okkar kinn

Það eru ekki allir eins
Einn er gulur. Annar dökkur
Þriðji fölur. Fjórði blár
En hverju skiptir það?
Skyldu þeir breytast við að fara í bað?

Einn er feitur. Annar magur.
Þriðji lítill. Fjórði stór
en hverju skiptir það
Skyldu þeir breytast við að fara í bað?

Það eru ekki allir eins, sem betur fer.
Láttu það ekki fara í taugarnar á þér
Reyndu að vera góður
við systur þína og bróður
Mundu að ekki eru allir eins og þú

Einn er haltur. Annar blindur.
þriðji stamar. Fjórði ert þú
en hverju skiptir það.
Skylduð þið breytast við að fara í bað

Einn er sætur. Annar ljótur.
Þriðji mállaus. Fjórði ég
En hverju skiptir það?
Skyldum við breytast við að fara í bað

 

 Þetta vefsvæði byggir á Eplica