Fréttir

Ný vefsíða - 22.8.2019

Um miðjan september þá tekur við nýtt vefumsjónarkerfi fyrir leikskóla Kópavogs og þýðir það að við fáum nýja vefsíðu en verið er að leggja lokahönd á hana.  Nýja vefumsjónarkerfið sem mun taka við ber heitið Lisa og verður það tengt innskráningarkerfinuVölu sem einnig er verið að fullvinna en við erum byrjuð á því að skrá rafrænt inn börn þó svo ekki sé allt alveg tilbúið. Við munum kynna vel fyrir ykkur nýja kerfið þegar að því kemur.


Foreldrafundur fyrir foreldra nýrra barna. - 12.8.2019

Þriðjudaginn 13. ágúst verður haldinn foreldrafundur fyrir foreldra nýrra barna í skólanum.  Fundurinn verður haldinn í sal skólans kl 15.00.

Sumarleyfi Grænatúns - 10.7.2019

Nú er komið að sumarleyfi, leikskólinn lokar kl 13:00 í dag,  miðvikudaginn 10. júlí og opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst klukkan 13:00

Bestu óskir um ánægjulegt frí og marga sólskinsdaga

Dvalargjöld vegna sumarlokunar 2019 - 26.6.2019

Efni: Breyting á innheimtu
Samhliða innleiðingu á nýju leikskólakerfi verður sú breyting á innheimtu að leikskólagjöld verða innheimt um hver mánaðarmót. Hingað til hafa leikskólagjöld ekki verið innheimt í júlí og þess í stað innheimt fyrir lengra tímabil í ágúst að teknu tilliti til lokana vegna sumarleyfa. Sumarið 2019 verða leikskólar Kópavogs lokaðir vegna sumarleyfa frá hádegi miðvikudaginn 10. júlí til hádegis fimmtudaginn 8. ágúst. Innheimta í júlí og ágúst verður í samræmi við opnunartíma og skráða vistun í hvorum mánuði fyrir sig.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica