Fréttir

Foreldrafundur fyrir foreldra nýrra barna. - 12.8.2019

Þriðjudaginn 13. ágúst verður haldinn foreldrafundur fyrir foreldra nýrra barna í skólanum.  Fundurinn verður haldinn í sal skólans kl 15.00.

Sumarleyfi Grænatúns - 10.7.2019

Nú er komið að sumarleyfi, leikskólinn lokar kl 13:00 í dag,  miðvikudaginn 10. júlí og opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst klukkan 13:00

Bestu óskir um ánægjulegt frí og marga sólskinsdaga

Dvalargjöld vegna sumarlokunar 2019 - 26.6.2019

Efni: Breyting á innheimtu
Samhliða innleiðingu á nýju leikskólakerfi verður sú breyting á innheimtu að leikskólagjöld verða innheimt um hver mánaðarmót. Hingað til hafa leikskólagjöld ekki verið innheimt í júlí og þess í stað innheimt fyrir lengra tímabil í ágúst að teknu tilliti til lokana vegna sumarleyfa. Sumarið 2019 verða leikskólar Kópavogs lokaðir vegna sumarleyfa frá hádegi miðvikudaginn 10. júlí til hádegis fimmtudaginn 8. ágúst. Innheimta í júlí og ágúst verður í samræmi við opnunartíma og skráða vistun í hvorum mánuði fyrir sig.

Sumarhátíð foreldrafélags Grænatúns - 29.5.2019

 Tengd mynd

Sumarhátíð!

Sumarhátíð Foreldrafélagsins
verður haldin fimmtudaginn 6.júní næstkomandi kl 15:00.
Við ætlum að leika okkur öll saman og fagna sumrinu!
Á staðnum verður trampolín, hoppukastali, dót og hver veit nema eitthvað fleira bætist við!

Foreldrafélagið býður svo upp á grillaðar pylsur og ís.
Börn úr Skólahljómsveit Kópavogs koma og spila fyrir okkur og dásamlegt danspar skemmtir.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!

You are invited to the Summer Festival June 6th (Thursday) at 15:00.
We are going to play together to celebrate the Icelandic summer!
We will have a trampoline, jumping castle, toys and who knows what else!
The parent’s association will give everyone grilled hot dogs and ice cream.
Members of Kópavogurs’s School band will play and a lovely dance couple will perform for us.
We look forward to seeing all of you!

 

Kv.  stjórn Foreldrafélags Grænatúns


Þetta vefsvæði byggir á Eplica