Fréttir

Vinavika

30.10.2015

8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti.  Við hér í leikskólanum ætlum af þessu tilefni að hafa vinaviku í næstu viku eins og við höfum gert í byrjun nóvember síðustu tvö ár.  Á mánudeginum ætlum við að fara í vinagöngu en þar pörum við saman tvö og tvö börn saman þvert á deildar og förum í stutta gönguferð.  Á þriðjudeginum förum við í hópastarf þar sem við erum búin að skipta börnum og kennurum í átta hópa og eru þetta blandaðir hópar af öllum deildunum.  Á miðvikudeginum verður vinabíó inni í sal og sækja eldri börninn vin sinn frá því á mánudeginum og fara saman inn í sal.  Á fimmtudeginum verður aftur hópastarf með sömu hópum frá þriðjudeginum.  Á föstudeginum förum við í  vinasamverustund inni í sal þar sem við syngjum vinalög.  Einnig er grænn dagur  föstudaginn 6. nóv  og mætum við þá öll í einhverju grænu.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica