Fréttir

Dagur leikskólans

29.1.2016

Dagur leikskólans verður að venju haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins, Þetta er í níunda skipti sem dagurinn er haldinn hátíðlegur. 6. febrúar er merkisdagur í íslenskri leikskólasögu því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Þar sem 6. febrúar er á laugardegi höldum við upp á daginn föstudaginn 5. febrúar. Við höfum á undanförnum árum fagnað Degi leikskólans með því að lýsa garðinn okkar með kertaljósum og ganga niður í lundinn „okkar“ fyrir neðan hús, þar sem við höfum söngstundina okkar. Til að gera þessa stund áhrifameiri byrjum við snemma eða kl 8:30 og börnin eru velkomin með vasaljós að heiman . 

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica