Fréttir

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar - blár dagur

29.3.2016

Við ætlum að hafa bláan dag, föstudaginn 1. apríl í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim þann 2 apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu. Þar sem 2 apríl er á laugardegi í ár verður blái dagurinn haldinn þann 1. apríl í Grænatúni. Því hvetjum við ykkur til að senda börnin bláklædd í skólann á föstudaginn.

Fögnum fjölbreytileikanum og mætum í bláu föstudaginn 1. apríl!


Þetta vefsvæði byggir á Eplica