Fréttir

Dagur leikskólans

3.2.2017

Dagur leikskólans verður haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins mánudaginn 6. febrúar. Þetta er í tíunda skipti sem haldið er upp á daginn en sjötti febrúar er merkilegur dagur í leikskólasögu þjóðarinnar því á þessum degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín.

Við ætlum að hafa útisöngstund kl. 8:30 og vígja nýja eldstæðið í garðinum. Síðan verður svo heitt kakó og ristað brauð inn á deildum.  

Þetta vefsvæði byggir á Eplica