Fréttir

 Samræðulestur-lifandi lestraraðferð 

28.2.2017

Við viljum bjóða  foreldrum  með okkur starfsfólkinu á fyrirlestur þriðjudaginn 7.mars kl. 20.00 í Snælandsskóla

Fyrirlesturinn heitir:  Samræðulestur-lifandi lestraraðferð og fyrirlesari verður Hrafnhildur Steinþórsdóttir

Í fyrirlestrinum er sagt frá skemmtilegri lestraraðferð sem kallast Samræðulestur. Aðferðin gengur að miklu leyti út á að fá börnin til að taka þátt í lestrinum með spurningum og hvatningu.

Sýnt hefur verið að aðferðin getur stuðlað að auknum málþroska, orðaforða og frásagnarhæfni ungra barna en þessir þættir skipta meðal annars máli fyrir læsi og lesskilning seinna meir.

Margir foreldrar hafa haft orð á því að fyrirlesturinn hafi opnað augu þeirra fyrir þeim fjölmörgu tækifærum sem hægt er að nýta til málörvunar með bók við hönd. 

Bestu kveðjur
Starfsfólk Grænatúns

 


Þetta vefsvæði byggir á Eplica