Fréttir

Sveitaferð og sumarhátíð foreldrafélagsins

19.5.2017

Sunnudaginn 28.maí ætlum við að fara saman í sveitaferð. Förinni er heitið að Miðdal í Kjós, eins og í fyrra. Foreldrafélagið sér um að greiða fyrir rútuna en fólk greiðir fyrir aðgang að bænum (500 kr). Lagt verður af stað frá leikskólanum um kl. 10:00 og trúlega komum við til baka um kl. 13:00.  

Fimmtudaginn 8.júní næstkomandi verður svo sumarhátíðin okkar haldin svo endilega takið daginn frá. Hátíðin hefst kl. 16:00 og verður dagskráin hefðbundin með hoppukastala, pylsum, sirkusatriði og brekkusöng og ef einhver er liðtækur á gítar þá má sá hinn sami hafa samband

Við hlökkum til að eyða skemmtilegum stundum með ykkur.

Kær kveðja,
Stjórn foreldrafélagsins


Þetta vefsvæði byggir á Eplica