Fréttir

Vinavikan

10.11.2017

Í þessari viku hefur verið vinavika og hefur hún gengið mjög vel. Krakkarnir hafa verið spennt að vinna með börnum af öðrum deildum . Þetta hefur ekki síður verið skemmtilegt fyrir okkur starfsfólkið. Öll vikan hefur verið undirlögð af ýmsum viðburðum. Við fórum í vinagöngu á mánudag, á þriðjudaginn bjuggum við til lauf á vinatréð sem er í salnum, á miðvikudag fóru elstu börnin í vinagöngu með nemendum úr Snælandsskóla, á fimmtudaginn gerðum við vinabönd sem við gáfum vinum okkar og í dag horfa allir saman á vinabíó 
 


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica