Fréttir

Alþjóðlegur dagur einhverfunnar - blár dagur 6. apríl

3.4.2018

Klæðumst bláu í leikskólanum og vinnunni föstudaginn 6. apríl og styðjum þannig börn með einhverfu. Vitundar- og styrktarátakið BLÁR APRÍL fer fram í fimmta sinn föstudaginn 6. apríl 2018 en þá verður BLÁI DAGURINN haldinn hátíðlegur. Átakið miðar að því að fræða og upplýsa almenning um einhverfu og auka þannig skilning, viðurkenningu og samþykki á því sem er “út fyrir normið”. Því öll erum við einstök og höfum okkar styrkleika og veikleika og það á við um einhverfu eins og allt annað. Einhverfa er alls konar! Því vonum við að sem flestir sýni lit og styrki málefnið með því að klæðast bláu á bláa daginn. Fögnum fjölbreytileikanum!


Þetta vefsvæði byggir á Eplica