Fréttir

Opið hús og þorrablót

7.1.2019

Bóndadaginn  í ár ber upp á 25. janúar                                                                                                                                    Í tilefni hans ætlum við að hafa opið hús fyrir feður og/eða afa mánudaginn 28 janúar nk og síðan höldum við þorrablót í hádeginu.  

Opið hús

Það verður opið hús fyrir feður og afa kl 8:00- 9:00. Við vonumst til að sjá sem flesta og eiga notalega stund :)
Börnin syngja í salnum kl 8:30

Þorrablót

Þá sameinast börnin inni í sal og borða hangikjöt og fá svo að smakka þorramat og  syngja minni kvenna og minni karla. Gaman væri ef börnin gætu komið með gamla og þjóðlega muni að heiman í vikunni á undan :) 

 

ATH, ATH...skv skóladagatali Grænatúns átti bæði opna húsið og þorrablótið að vera föstudaginn 25 janúar en hefur nú verið fært til mánudagsins 28 janúar.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica