Fréttir

Sveitaferð foreldrafélagsins

20.5.2019

 

 Nú styttist í Sveitaferðina okkar, farið verður að Miðdal í Kjós.   Við leggjum í hann sunnudaginn, 26.maí. Fyrir þá sem vilja þá verður boðið upp á rútuferðir (skráningarblöð  inn á deildum) frá Grænatúni en við munum leggja í hann rétt fyrir klukkan 10.00 (mæting klukkan 09.45). Um 40 mínútur eru á áfangastað. 

 

Í Miðdal eru alls konar húsdýr, bæði ungviði og fullþroska. Mjög skemmtilegt fyrir börnin að skoða þau og stundum má halda á þeim og strjúka. 

Þar er líka aðstaða til að grilla svo endilega mætið með eitthvað á grillið ef þið viljið (t.d. pylsur og með því eða annað ef það hentar betur, samlokur etc). Nestisaðstaðan er fín og bærinn býður upp á ískalda mjólk.


Við í foreldrafèlaginu borgum rútuna en munið að vera með 650 kr á hvern þátttakanda í fjölskyldunni (fyrir börnin, foreldra og systkini). Þetta er gjaldið fyrir veruna á bænum. Við verðum svo komin aftur í bæinn kringum 13.00.


*Hægt er að skrá sig í rútur fram á miðvikudaginn 22.maí. 


Foreldrafélag Grænatúns


Þetta vefsvæði byggir á Eplica