Fréttir

Vorhátíð Grænatúns

2.5.2019

Fimmtudaginn 9. mai nk ætlum við að halda okkar árlegu vorhátíð.

Hún hefst kl. 15.00 með því að hver deild kemur fram og flytur ýmis skemmtiatriði. Að venju verðum við útivið með atriðin og vonum bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir eins og alltaf !!!!

Kl 15.30 mun Sirkus Ísland mæta á svæðið með listasýningu eins og þeim einum er lagið :)

Eftir að hafa sungið úti er öllum boðið inn í leikskólann en þar munu verk frá vetrarstarfinu vera til sýnis.          Einnig er boðið uppá kaffi og sameiginlegt hlaðborð, sem foreldrar koma með veitingar á.                                                                             


Þetta vefsvæði byggir á Eplica