Sími 441 6400

Fréttir og tilkynningar

Villa í skóladagatali - 14.2.2019

Kæru foreldrar, því miður er villa í skóladagatalinu okkar þar sem kemur fram að konudagurinn sé 17.  febrúar og þar af leiðandi sé mömmu og ömmukaffi 15. febrúar.  Sannleikurinn er sá að konudagurinn er sunnudaginn 24. febrúar og því verður mömmu og ömmukaffi Grænatúns föstudaginn 22. febrúar milli kl 08.00 og 09.00.  Sungið verður inni í sal kl .8.30.  Bestu kveðjur starfsfólk Grænatúns.

Ung börn og snjalltæki - 5.2.2019

SAFT var að gefa út bækling um ung börn og snjalltæki. Við hvetjum foreldra til þess að kynna sér efni þessa ágæta  bæklings hér. (PDF skjal)  

Sumarlokun 2019 - 1.2.2019

Yfirgnæfandi meirihluti valdi seinna tímabil í sumarfríi og þar af leiðandi verður sumarlokun Grænatúns frá 10. júlí - 8. ágúst 2019 ( leikskólinn lokar miðvikudaginn 10. júlí kl:13:00 og opnar aftur fimmtudaginn 8. ágúst kl: 13:00) 
Bestu kveðjur starfsfólk Grænatúns

Draugavika - 7.1.2019

Vikuna 7 - 11 .  janúar ætlum við að hafa “Draugaþema” hér í Grænatúni. Við ætlum að lesa draugasögur, búa til leikrit/skuggaleikhús, börnin búa til drauga og margt fleira. Ef þið eigið eitthvað heima um drauga, bækur, hluti eða jafnvel kannski mynd um drauga þá mega börnin endilega koma með það í leikskólann og einnig mega þau koma með vasaljós þessa viku.         

                                 


Opið hús og þorrablót - 7.1.2019

Bóndadaginn  í ár ber upp á 25. janúar                                                                                                                                    Í tilefni hans ætlum við að hafa opið hús fyrir feður og/eða afa mánudaginn 28 janúar nk og síðan höldum við þorrablót í hádeginu.  

Opið hús

Það verður opið hús fyrir feður og afa kl 8:00- 9:00. Við vonumst til að sjá sem flesta og eiga notalega stund :)
Börnin syngja í salnum kl 8:30

Þorrablót

Þá sameinast börnin inni í sal og borða hangikjöt og fá svo að smakka þorramat og  syngja minni kvenna og minni karla. Gaman væri ef börnin gætu komið með gamla og þjóðlega muni að heiman í vikunni á undan :) 

 

ATH, ATH...skv skóladagatali Grænatúns átti bæði opna húsið og þorrablótið að vera föstudaginn 25 janúar en hefur nú verið fært til mánudagsins 28 janúar.

Fréttasafn


Atburðir framundan

Jóganámskeið 22.1.2019 - 26.2.2019

Guðrún Arnardóttir jógakennari kemur í Grænatún í sex skipti í boði Foreldrafélags Grænatúns.  Hún mun koma á fh á þriðjudögum, byrja á Dvergadeild, því  næst Trölladeild og mun enda á Skessudeild.

 

Mömmu og ömmukaffi 22.2.2019

Í tilefni konudagsins, sunnudaginn 24. febrúar nk ætlum við að bjóða mömmum og ömmum (eða staðgenglum þeirra) í kaffi föstudaginn 22. febrúar á milli kl 08.00 og 09.00.  Kl 08.30 munu svo börnin syngja saman inni í sal skólans :)

 

Bolludagur 4.3.2019

 

Sprengidagur 5.3.2019

 

Fleiri atburðir





Þetta vefsvæði byggir á Eplica