Sími 441 6400


Fréttir og tilkynningar

Sumarhátíð foreldrafélags Grænatúns - 29.5.2019 10:02

 Tengd mynd

Sumarhátíð!

Sumarhátíð Foreldrafélagsins
verður haldin fimmtudaginn 6.júní næstkomandi kl 15:00.
Við ætlum að leika okkur öll saman og fagna sumrinu!
Á staðnum verður trampolín, hoppukastali, dót og hver veit nema eitthvað fleira bætist við!

Foreldrafélagið býður svo upp á grillaðar pylsur og ís.
Börn úr Skólahljómsveit Kópavogs koma og spila fyrir okkur og dásamlegt danspar skemmtir.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!

You are invited to the Summer Festival June 6th (Thursday) at 15:00.
We are going to play together to celebrate the Icelandic summer!
We will have a trampoline, jumping castle, toys and who knows what else!
The parent’s association will give everyone grilled hot dogs and ice cream.
Members of Kópavogurs’s School band will play and a lovely dance couple will perform for us.
We look forward to seeing all of you!

 

Kv.  stjórn Foreldrafélags Grænatúns

Skipulagsdagar skólaársins 2019-2020 - 28.5.2019 13:27

 

Skipulagsdagar skólaársins 2019 - 2020 verða eftirfarandi:

 

16. september

21. nóvember

3. janúar

23. mars

22. mai

 

Þá daga er leikskólinn lokaður.

 

 Myndaniðurstaða fyrir skipulagsdagar í leikskólum

Sveitaferð foreldrafélagsins - 20.5.2019 9:45

 

 Nú styttist í Sveitaferðina okkar, farið verður að Miðdal í Kjós.   Við leggjum í hann sunnudaginn, 26.maí. Fyrir þá sem vilja þá verður boðið upp á rútuferðir (skráningarblöð  inn á deildum) frá Grænatúni en við munum leggja í hann rétt fyrir klukkan 10.00 (mæting klukkan 09.45). Um 40 mínútur eru á áfangastað. 

 

Í Miðdal eru alls konar húsdýr, bæði ungviði og fullþroska. Mjög skemmtilegt fyrir börnin að skoða þau og stundum má halda á þeim og strjúka. 

Þar er líka aðstaða til að grilla svo endilega mætið með eitthvað á grillið ef þið viljið (t.d. pylsur og með því eða annað ef það hentar betur, samlokur etc). Nestisaðstaðan er fín og bærinn býður upp á ískalda mjólk.


Við í foreldrafèlaginu borgum rútuna en munið að vera með 650 kr á hvern þátttakanda í fjölskyldunni (fyrir börnin, foreldra og systkini). Þetta er gjaldið fyrir veruna á bænum. Við verðum svo komin aftur í bæinn kringum 13.00.


*Hægt er að skrá sig í rútur fram á miðvikudaginn 22.maí. 


Foreldrafélag Grænatúns

Skipulagsdagur 17. mai - 16.5.2019 9:46

Við minnum à skipulagsdaginn,  sem er á morgun föstudag (17.maí) en þà er leikskólinn lokaður. 

Við ætlum að skella okkur til Akureyrar að skoða tvo leikskóla o.fl. og komum vonandi til baka með nýjar fràbærar hugmyndir og góðan innblàstur frà Akureyri.

 

Vorhátíð Grænatúns - 2.5.2019 10:17

Fimmtudaginn 9. mai nk ætlum við að halda okkar árlegu vorhátíð.

Hún hefst kl. 15.00 með því að hver deild kemur fram og flytur ýmis skemmtiatriði. Að venju verðum við útivið með atriðin og vonum bara að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir eins og alltaf !!!!

Kl 15.30 mun Sirkus Ísland mæta á svæðið með listasýningu eins og þeim einum er lagið :)

Eftir að hafa sungið úti er öllum boðið inn í leikskólann en þar munu verk frá vetrarstarfinu vera til sýnis.          Einnig er boðið uppá kaffi og sameiginlegt hlaðborð, sem foreldrar koma með veitingar á.                                                                             

Fréttasafn


Atburðir framundan

Sumarlokun 10.7.2019 - 8.8.2019

Lokum  kl. 13:00, miðvikudaginn 10. júlí og opnum aftur kl. 13:00, fimmtudaginn 8. ágúst.

 

Fleiri atburðir

Þetta vefsvæði byggir á Eplica