Foreldrasamvinna

Góð samvinna foreldra og leikskóla er forsenda fyrir árangursríkri dvöl í leikskólanum og góðri líðan barnsins. Samvinna foreldra og leikskóla þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu og opnum samskiptum. Við hvetjum báða foreldra til að taka þátt í því samstarfi sem er í boði hverju sinni. Foreldrar eru ávallt velkomnir í leikskólann og taka þátt í starfinu. Hafið samband við deildarstjóra ef þið óskið eftir að dvelja í leikskólanum.