Velkomin í Grænatún

 

Að byrja í leikskóla er stórt skref og ný reynsla bæði fyrir barn sem og foreldra. Mikilvægt er að góð samvinna og gagnkvæmur trúnaður ríki milli foreldra og kennara því það er forsenda þess að leikskóladvölin verði barninu gleðileg og árangursrík.

Hér er að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra. Í Grænatúni  er starfandi bæði foreldrafélag og foreldraráð. Sjá frekari upplýsingar undir hnöppunum hér til hliðar.

Ef spurningar vakna varðandi leikskólastarfið eða nám barnsins, vinsamlegast hafið samband við deildarstjóra eða leikskólastjóra í síma eða í tölvupósti.

Sími: 441-6400