Breyting á dvalartíma
Allar breytingar á dvalartíma barna fara fram á umsokn.vala.is. Athugið að umsókn tekur ekki gildi fyrr en hún hefur verið samþykkt af leikskólastjóra.

Við biðjum ykkur um að virða keyptan tíma, komi upp atvik eða þörf fyrir lengri vistun þá er best að sækja um hann á völuappinu.  Leikskólagjaldið er greitt fyrirfram. Gjaldskrá er endurskoðuð einu sinni á ári og taka breytingarnar mið af launa- og framfærsluvísitölu. Breytingar á gjaldskrá eru ákveðnar af rekstraraðila.