Útgáfa handbókar

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.

Leikskólinn Grænatún var einn af tíu leikskólum í Kópavogi sem fengu tækifæri til þess að taka þátt í þróunarverkefn um snemmtæka íhlutun í málörvun.  Farið var í mikla vinnu við að flokka allt málörvunarefnið og verkferla sem snúa að málþroska.  Ferlið hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt og er útkoman handbók um málörvun.  Nú hefur verkefnið litið dagsins ljós og erum við mjög ánægð með útkomuna.  

Þær Sólveig María Kjartansdóttir sérkennslustjóri og Þórunn Jóhannsdóttir deildarstjóri stýrðu þessu verkefni hér í Grænatúni.

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.pdf

Blár dagur föstudaginn 9. april

Alþóðlegur dagur einhverfu er 2. apríl, því ætlum við að taka höndum saman og klæðast bláu. Vekja með því athygli á málefnum einhverfa barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um allan heim.

Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og hvaða áskoranir einhverfir einstaklingar glíma við á hverjum degi.
Hvetjum því alla til að klæðast einhverju bláu.

Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum, því lífið er blátt á mismunandi hátt. #blarapril