Blár dagur föstudaginn 9. april

Alþóðlegur dagur einhverfu er 2. apríl, því ætlum við að taka höndum saman og klæðast bláu. Vekja með því athygli á málefnum einhverfa barna en blái liturinn hefur fest sig í sessi sem litur einhverfunnar um allan heim.

Markmið bláa dagsins er að vekja athygli á einhverfu og hvaða áskoranir einhverfir einstaklingar glíma við á hverjum degi.
Hvetjum því alla til að klæðast einhverju bláu.

Stöndum saman og fögnum fjölbreytileikanum, því lífið er blátt á mismunandi hátt. #blarapril