Útgáfa handbókar

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.

Leikskólinn Grænatún var einn af tíu leikskólum í Kópavogi sem fengu tækifæri til þess að taka þátt í þróunarverkefn um snemmtæka íhlutun í málörvun.  Farið var í mikla vinnu við að flokka allt málörvunarefnið og verkferla sem snúa að málþroska.  Ferlið hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt og er útkoman handbók um málörvun.  Nú hefur verkefnið litið dagsins ljós og erum við mjög ánægð með útkomuna.  

Þær Sólveig María Kjartansdóttir sérkennslustjóri og Þórunn Jóhannsdóttir deildarstjóri stýrðu þessu verkefni hér í Grænatúni.

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.pdf

Sumarhátíð

Í gær hélt foreldrafélagið sína árlegu sumarhátíð og bauð börnum, foreldrum og starfsfólki upp á hoppukastala og sýningu frá Sirkus Ísland, einnig spilaði Skólahljómsveit Kópavogs nokkur lög í byrjun hátíðar.
Búið var að skreyta garðinn og boðið var upp á andlitsmálningu. Grillaðar voru pylsur í mannskapinn og boðið var upp á ís/frostpinna.
Fréttamynd - Sumarhátíð

Smellið á myndir til að sjá þær í stærri upplausn