Útgáfa handbókar

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.

Leikskólinn Grænatún var einn af tíu leikskólum í Kópavogi sem fengu tækifæri til þess að taka þátt í þróunarverkefn um snemmtæka íhlutun í málörvun.  Farið var í mikla vinnu við að flokka allt málörvunarefnið og verkferla sem snúa að málþroska.  Ferlið hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt og er útkoman handbók um málörvun.  Nú hefur verkefnið litið dagsins ljós og erum við mjög ánægð með útkomuna.  

Þær Sólveig María Kjartansdóttir sérkennslustjóri og Þórunn Jóhannsdóttir deildarstjóri stýrðu þessu verkefni hér í Grænatúni.

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.pdf

Vinaganga

Á mánudaginn fóru elstu börnin (2016) í Vináttugöngu með Furugrund, Snælandsskóla og Álfatúni. Nemendur í 5 og 10 bekk gengu á móti okkur og leiddu börnin í göngunni. Það var svo stoppað á þremur stöðvum þar sem var sungið , dansað og tekin hópmynd þar sem allir mynduðu hjarta. Gekk mjög vel ¿¿¿