Útgáfa handbókar

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.

Leikskólinn Grænatún var einn af tíu leikskólum í Kópavogi sem fengu tækifæri til þess að taka þátt í þróunarverkefn um snemmtæka íhlutun í málörvun.  Farið var í mikla vinnu við að flokka allt málörvunarefnið og verkferla sem snúa að málþroska.  Ferlið hefur verið lærdómsríkt og skemmtilegt og er útkoman handbók um málörvun.  Nú hefur verkefnið litið dagsins ljós og erum við mjög ánægð með útkomuna.  

Þær Sólveig María Kjartansdóttir sérkennslustjóri og Þórunn Jóhannsdóttir deildarstjóri stýrðu þessu verkefni hér í Grænatúni.

Snemmtæk íhlutun í leikskólastarfi.pdf

Lestrarátak

Síðastliðnar tvær vikur hefur staðið yfir árlegt lestrarátak hér í Grænatúni

Tilgangur átaksins er að hvetja foreldra til að lesa fyrir börnin enda sýna rannsóknir að gæðalestur stuðli að auknum orðaforða, auknum hlustunarskilningi, aukinni uppbyggingu frásagnar og auki líkur á farsælu lestrarnámi hjá börnum. Lestur eykur jafnframt máltilfinningu og byggir upp jákvætt viðhorf gagnvart bókum og lestri. Ekki má gleyma hversu notaleg stund skapast milli barna og foreldra við lestur bóka.

Lestrarátakinu lýkur á morgun, á degi íslenskrar tungu með bókagjöf frá foreldrafélagi Grænatúns og leikskólanum