Jólabréf Grænatúns 2022


Kæru foreldrar

Senn koma jólin og er undirbúningur þeirra hafinn hér í Grænatúni.
Við höldum að sjálfsögðu í okkar venjur og siði sem hafa skapast hér í gegnum árin.

Þriðjudaginn 22. nóvember munu elstu nemendur leikskólans fara í Árbæjarsafn að skoða og fræðast um hvernig jólin voru í gamla daga
Föstudaginn 25. nóvember munum við í söngstundinni okkar kveikja á fyrsta kertinu
á aðventukransinum sem heitir Spádómskertið
Föstudaginn 2. desember verður Rauður dagur en þá munum við mæta í rauðum fatnaði í skólann og borða rauðan mat.

Helgileikur fyrir foreldra.
Fimmtudaginn 8. desember kl:9:30 verður Skessudeild í aðalhlutverki og þá eru foreldrar á Skessudeild velkomnir.
Föstudaginn 9. desember kl:9:30 verða börnin á Trölladeild í aðalhlutverkum og börnin á Dvergadeild verða í kórhlutverki og þá eru foreldar barna á þeim deildum velkomnir.
Eftir helgileikina er foreldrum boðið með börnum sínum inn á deildar í smá hressingu. Vonandi geta sem flestir foreldrar séð af tíma til að setjast niður og spjalla svolítið.

Þriðjudaginn 13. desember kl: 10:00 ætlar foreldrafélagið að bjóða upp á jólasveinaheimsókn í garðinn okkar fyrir börnin.
Mánudaginn 19. desember verður hátíðardagur hjá okkur þar sem hátíðarmorgunmatur og hátíðarhádegismatur verða bornir fram, hátíðarsöngstund, jólabíó og dansað í kringum jólatréð. Það verður sannkölluð hátíðarstemning í húsinu.

Að lokum "dönsum við jólin út" föstudaginn 6. janúar 2023.

Að munum að sjálfsögðu syngja mikið og lesa jólasögur og kvæði, auk þess sem við föndrum. Allt verður þetta þó í hófi og við leggjum upp með rólegheit og sleppum öllu stressi.
Við viljum benda á að Stekkjastaur kemur til byggða fyrstur bræðra og fer skórinn út í glugga að kvöldi 11. desember og ekki fyrr. Við vonum að jólasveinar stilli skógjöfum í hóf ¿¿¿¿

Við óskum ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og þökkum fyrir árið sem er að líða og óskum ykkur velfarnaðar á nýju ári 2023

Jóla- og nýárskveðjur starfsfólk Grænatúns