Jólasveinar komu í heimsókn og glaðningur frá Foreldrafélagi

Jólaskemmtun sem haldin var í leikskólagarðinum í boði Foreldrafélags Grænatúns var afar vel heppnuð og slógu Hurðaskellir og Kertasníkir í gegn hjá börnunum. Flest börnin voru mjög spennt fyrir þeim félögum og nutu þess að syngja með þeim þó að alltaf séu einhverjir sem eru minna hrifnir og halda sig í smá fjarlægð. Við fengum einstaklega gott en kalt veður og bæði fullorðnir og börn skemmtu sér konunglega.

Við þökkum kærlega fyrir frábæran glaðning á kaffistofu starfsfólks sem foreldrafélag Grænatúns færði okkur.

Í jólamánuðinum þá leggjum við áherslu á að halda í rútínuna okkar hér í Grænatúni þó við brjótum hana einnig upp með ýmsu skemmtilegu sem tengist jólunum.
Við leggjum áherslu á að draga úr þeirri spennu sem jólamánuðurinn getur oft valdið og sláum rólegheita taktinn með jólasöngvum og gleði sem gefa okkur ljúfan tón inn í aðventuna.