Dagur leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur 6. febrúar og hefur svo verið gert um langt árabil.
Í dag fögnuðum við degi leikskólans hér í Grænatúni. Sjötti febrúar er merkisdagur í sögu leikskólans en á þeim degi árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara með sér sín fyrstu samtök.


Markmiðið með Degi leikskólans er að stuðla að jákvæðri umræðu um leikskólastarf og um leið beina athygli samfélagsins að því faglega og metnaðarfulla starfi sem innt er af hendi í leikskólum landsins á degi hverjum.

Við í Grænatúni byrjuðum daginn á söng úti sem byrjaði nú aldeilis vel og endaði í frábærum haglél sem vakti mikla kátínu hjá nemendum okkar. Svo fórum við inn í ristað brauð og kakó og nutum þess að vera inni í hlýjunni.

Í dag voru Grænatúnsbörnin okkar um allan skóla að vinna samvinnuverkefni inni á öllum deildum sem er kærleiksbingó. Börnunum var blandað í hópa frá öllum deildum og þurftu að vinna saman til þess að klára kærleiksbingóið. Í Grænatúni er líf og fjör og börnin eru að elska þessa samvinnu með öllum vinum sínum í Grænatúni.