Vorhátíð/afmæli Grænatúns

Vorhátíð Grænatúns 11. maí

Fimmtudaginn 11.maí nk. kl. 15:00 verður vorhátíð/afmæli Grænatúns haldin með pompi og prakt.
Þá verða nemendur leikskólans með skemmtiatriði og sýna okkur afrakstur vetrarins inni á deildum.
Sú hefð hefur skapast að fjölskyldur koma með veitingar á sameiginlegt hlaðborð á hverri deild fyrir sig og viljum við endilega halda þeim sið áfram en athugið að veitingar þurfa að vera eggja- og hnetulausar sökum bráðaofnæmis innan leikskólans.

Sjáumst hress
Starfsfólk og foreldrafélag Grænatúns