Frestun á sumarhátíð til 6 júlí nk


Foreldrafélagið hefur tekið þá ákvörðun að fresta sumarhátíðinni fram yfir verkfallslok. 

Ástæðan er margþætt - við sjáum ekki að hægt sé að halda hátíð við þessar aðstæður, starfsfólk sem hefur verið okkur ómetanlega innan handar er ekki til staðar, það eru ekki nema nokkur börn sem mega mæta í skólann þennan dag auk þess er spáð mikilli rigningu sem undirstrikar kannski stemmninguna fyrir hátíðarhöldum.

Stefnt er að því að sumarhátíðin verði haldin 6. júlí nk - vonandi í glampandi sólskini og gleði!