Kynningarfundur vegna breytinga í leikskólum Kópavogs
Föstudaginn 25.ágúst næstkomandi er boðað til fundar með foreldrum ásamt menntasviði Kópavogs til að kynna nánar þær breytingar sem verið er að innleiða í leikskólum Kópavogs um þessar mundir.
Fundurinn verður haldinn í matsal Snælandsskóla og hefst 8:30 og er áætlað að hann standi yfir í eina klukkustund.
Fundurinn verður sameiginlegur með leikskólunum Álfatúni og Furugrund.
Við hvetjum alla til að mæta og kynna sér þessar fjölþættu og spennandi breytingar.
Við hvetjum ykkur einnig til að kynna ykkur á heimasíðu Kópavogs undir "Breytingar í leikskólamálum" en þar er hægt að lesa sig til og finna svör við helstu spurningum.
Þar er einnig reiknivél þar sem foreldrar geta sett inn sínar forsendur og séð hver gjöldin eru.