Grænatún 40 ára

Í gær fögnuðum við 40 ára afmæli Grænatúns, en skólinn tók til starfa þann 11. maí áríð 1984.

Um morguninn kom Leikhópurinn Lotta með sýningu til okkar sem vakti mikla kátínu meðal barna og starfsfólks.

Í hádeginu var pizzaveisla.

Kl 14.00 var síðan vor/afmælishátíð. Hátíðin byrjaði á söng leikskólabarnanna utandyra áður en farið var inn á deildar þar sem verk barnanna voru til sýnis. Foreldrar komu með veitingar á sameiginlegt hlaðborð á hverja deild fyrir sig. Foreldrafélagið færði skólanum peningagjöf sem nýtt verður í kaupa litla skjávarpa inn á deildar skólans.

Starfsfólk Menntasviðs Kópavogsbæjar ásamt Ásdísi bæjarstjóra voru viðstödd hátíðahöldin og færðu þau leikskólanum blóm og gjafir í tilefni stórafmælisins.