Útskrift elstu barna

Útskrift elstu barna Grænatúns fór fram í fjölnota sal skólans fimmtudaginn 30. mai síðastliðinn að viðstöddum foreldrum barnanna. Eftir ræðu frá Siggu leikskólastjóra sungu börnin tvö lög ásamt því sem þau sýndu dans sem þau höfðu verið að æfa. Að því loknu tók Skessudeildin við og börnin fengu útskriftarskjal, kveðjuhjarta ásamt rós. Í lokin gæddu allir viðstaddir sér á súkkulaðiköku og ávöxtum.