Sumarhátíð foreldrafélagsins

Mikil gleði og gaman var í gær þegar sumarhátíð foreldrafélags Grænatúns var haldin hér í garðinum í Grænatúni.
Skólahljómsveitin spilaði nokkur lög fyrir viðstadda i byrjun hátíðar.

Hoppukastalar voru á skólalóðinni allan daginn og var andlitsmálning í boði fyrir þá sem vildu.
Grillaðar pylsur ásamt mjólk voru í boði, ásamt ís.

Þökkum við foreldrafélaginu fyrir frábæra skemmtun og gleði.